5 ára Frozen afmæli

Frozen afmælisveislan yfirstaðin og mikið sem þetta var gaman. Allt gekk bara alveg hreint ljómandi vel, var ótrúlega skemmtilegt og afmælið varð ævintýralegt. Meira að segja kakan var fín hjá okkur! Auðvitað þúsund og ein hugmynd sem komst ekki af blaði en ég er mjög sátt.

Þessi var sérlega hamingjusöm með þetta alltsaman – mest af öllu að fá fullt af fólkinu okkar í heimsókn – hún elskar að hafa sem mest af fólkinu sínu í kringum sig.

IMG_5855

Undirbúningurinn var líklega mun viðameiri en framkvæmdin sem þó var 3 manna plús vinna í 2 daga – eins og ég hef sagt áður þá er þetta áhugamál hjá mér og ég er svo heppin að eiga góða að sem eru tilbúnir að styðja mig í þessari dellu minni.

Ég ætla að byrja á að sýna ykkur skreytingarnar og geri svo annan póst um veitingarnar síðar. Mikið af því sem þið hér sjáið er annaðhvort heimagert, fengið að láni eða var til fyrir.

Byrjum á innganginum sem hún mamma mín á með öllu – snillinga blómaskreytirinn sem hún er!
Það koms sér vel að ég var ekki búin að taka niður grenið síðan um jólin, fannst það bara svo fallegt. Nefndi í rælni að það væri gaman að setja gervisnjó og frostrósir þar á og þetta varð útkoman. Gordjöss að mínu mati

www.fifurogfidur.com - Frozen afmæli

Ég bað hana sömuleiðis að gera fyrir mig ísluktir þar sem frystiplássið hjá okkur er takmarkað.. tjull og glimmer frostrósaborði úr Sjafnarblómum á Selfossi og voila.

www.fifurogfidur.com - Frozen afmæli

Þið skiljið kannski afhverju ég sagði 3 manneskjur í 2 daga – við erum ennþá úti…

www.fifurogfidur.com - Frozen afmæli

Ég hætti ekkert með krítartússinn – frostrósir verða ekki mikið meira viðeigandi en í Frozen afmæli

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Áfram sami efniviður að mestu – tjull, gervisnjór í úðabrúsa, gervisnjór í poka festur með mod podge og svo eldtefjandi lím á kertinu.

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Skemmtilegt þetta með jólaskraut… það gleymist alltaf og ég meina alltaf eitthvað hjá mér. Snjókornin á símanum voru sumsé þarna um jólin og voru svona skemmtilega viðeigandi núna.

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Í havaríinu tókst ekki að taka mynd af ævintýralandinu og krakkaborðinu á afmælisdaginn svo þið fáið bara afmælis þynnku mynd af svæðinu

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Sem áður þá gerði ég veifur úr servíettum – einfalt ódýrt og maður fær veifur sniðnar að manns eigin þörfum. Set þær venjulega bara á girni en í þetta sinn var það gardínuvír.

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Úr servíettunum gerði ég svo nokkrar skrautkúlur – brillíant ef maður á ekki silkipappír og maður getur notað það sem til er. Hver á ekki fullt af stökum afgangs servíettum oní skúffu?
Perluðu snjókornin eru úr aðventukransinum 2014 sem var einmitt í Frozen þema

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Vinir í glugganum

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Tréið er Einiberjarunninninn úr Aðventu”kransinum” frá síðustu jólum í en hann gaf upp öndina eftir hátíðarnar en ég málaði hann með snjómálningu – allt eins hægt að notast við grein úr garðinum og hvíta málningu.

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Ég fæ aldrei nóg af túlípönum – oft hægt að fá svona hengiskraut á slikk eftir jól. Ef það er ekki í réttum lit þá má spreyja það

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Elsa Ísdrottning í hjúpnum sínum – þessa prentaði ég út, klippti og límdi þar sem ég hvorki fann né týmdi að kaupa stóra fígúru. Þetta á að vera einhverskonar askja. Ég fann þetta “printable” frítt á netinu – sjá hér

IMG_5722

Svo er það FIMM – fyrst legg ég það á gólfið til að sjá fyrir mér hvernig ég vil hafa það. Svo er bara að byrja.

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Og svona kom það út

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Fljótandi veigarnar. Límmiðar á könnur, semalíusteinar á gaffla glösin.

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Drykkjarlösin eru endurnýtt froosh glös síðan úr afmæli fyrra árs. Í þetta sinn málaði ég þau með snjómálningu og setti límdi svo á miða sem ég útbjó

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Um jólin gerði ég stjörnu úr greinum og útfrá því kom hugmyndin um að gera frostrós úr greinum. Límbyssan var munduð af mikilum móð og svo spreyjað.

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Smáatriða kjút – þarf alls ekkert alltaf að vera fígúrur, má vel leika sér með þetta.

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Við tókum frostið líka inn á veitingaborðið

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Skautarnir eru merkimiði frá einni uppáhalds frá því um jólin – fullkomið! Sykurpúðar eru svo auðvitað nauðsyn í svona snjó afmælum.

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Á næstu dögum er það svo veitingaborðið – eða það af því sem náðist á mynd – en litlu gestirnir voru orðnir eins og svangir úlfar við borðið þegar allt small saman.

Ég vona að engum líði illa af þessu – það er alls ekki tilgangurinn með þessu pári mínu – þetta er áhugamálið mitt og því kannski meira en gengur og gerist. Ekkert eitt er rétt í þessum málum og ég vona að með þessum pósti geti ég gefið einhverjum hugmyndir af ódýrum lausnum til að framkvæma skemmtilegt þema án mikils tilkostnaðar.

Hefur þú gaman af þessum pósti? Ef svo endilega deildu, commentaðu og Like’aðu, það yljar Frozen hjartanu

Hlýjar kvejður úr frostinu

Þ

Fífur og Fiður á Facebook