Um MiG

Ég heiti Þórlaug og held úti þessu litla bloggi, Fífur og Fiður. Ef það ætti að skilgreina bloggið á einhvern hátt þá myndi það líklega flokkast til mömmubloggs…
Ég er meira en lítið heimakær og finnst gaman að dútli og dundi og að vinna að einhverjum verkefnum hvort sem það er þema fyrir afmæli stúlknanna minna, að dúlla upp leik kofann í bústaðnum, pakka inn gjöfum, taka myndir eða hvað það heitir.

Hér langar mig að deila með ykkur hlutum stórum sem smáum sem fanga augað og lenda í höndunum á mér.

Pin It