Um MiG

Ég heiti Þórlaug og held úti þessu litla bloggi, Fífur og Fiður, í raun sem áhugamál en hef ógurlega gaman af því að fólki nenni að kíkja við og segja öðrum frá ef eitthvað áhugavert er að finna.

Nafnið á blogginu er dregið af stúlkunum mínum tveim – Kríu og Hrafnfífu – sumsé fjaðrir (fiður) og blóm (fífa)
Ef það ætti að skilgreina bloggið á einhvern hátt þá myndi það líklega flokkast til mömmubloggs… en hver þarf skilgreiningar… Ég skrifa bara um hvað það sem hrífur mig hverju sinni.

Til að nefna eitthvað

  Elska að hafa fallegt í kringum mig
  Áhugakona um hönnun og stíliseringu
  Ekki svo mikið í því að þrífa samt…
  Úthverfa mamma og unnusta en miðbæjar týpa í hjarta
  Framleiðandi skap og dugmikilla barna… stökkbreyting hvarflar stundum að mér
  Verkefnastjóri á stórri ferðaskrifstofu
  Forfallinn Pinterest fíkill
  Elska að fletta í heimilistengdum blöðum og bókum
  Kaffi elskandi… það er eiginlega bara lífsvökvinn minn
  Afmælisþema áhugakona með meiru
  Heimakær mikið
  Vín drekkari
  Instagram elskandi