Flugtak

Síðastliðna helgi hitti ég bjarta konu sem minnti mig á að að láta draumana verða að veruleika og að nýta fæðingarorlofið í að komast af stað með þá. Þetta ýtti við mér en mig hefur lengi langað að halda blogg um hversdaginn, litlu sem og stóru verkefnin í lífinu. Mér hefur líklegast ekki fundist hann nægilega spennandi til að deila honum eða öllu heldur að aðrir nenntu að fylgjast með, en hann er það auðvitað því hann er veruleikinn minn og okkar, litlu fjölskyldunnar.

Kannski leiðir þetta mig svo á óvænta staði í framtíðinni… hver veit þessi draumur minn er enn svo gott sem óskrifað blað, tabula rasa.

Ást og fiður

 

Fífur og Fiður á Facebook