Aðventudagatal Skeggja

Undanfarin ár hef ég útbúið samveru aðventudagatal fyrir okkur fjölskylduna. Þar í hafa verið einfaldir hlutir eins og að lita myndir eða leika í snjónum, rista möndlur, mála piparkökur, fara á jólamarkað, sækja jólatré og margt fleira. Oft hlutir sem maður gerir hvort sem er en er gaman að setja í svona umgjörð.

Í ár langaði mig að gera eitthvað ögn öðruvísi vegna aðstæðna og ákvað að festa kaup á þetta stórskemmtilega dagatal frá systrunum sem eru með mAs bloggið en þær eru með fyrirtæki sem þær kalla Skeggja og eru með facebook síðu sjá hér.

Svona lítur þetta út:

img_7833

Föndur, fróðleikur, uppskriftir og fallegheit. Smá sýnishorn

img_7835

img_7836

img_7837

Dagatalið kostaði 2900 krónur

Mæli með þessu, jafnvel þó nokkrir dagar séu nú þegar búnir af mánuðinum þá á maður bara nokkrar stundir inni :)

Gleðilega aðventu

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook