Aðventukrans – Aðventu kerta skreyting

Mér þykir allar tegundir aðventu skreytinga fallegar, kransar, drumbar, bakkar, form bara allt – allt er leyfilegt og skemmtilegt. Í fyrra var mikil pæling sett í aðventuskreytinguna sem varð aðventuorgel sjá HÉR en innblásturinn kom úr öllum áttum.

Aðventa á orgeli - Fífur og Fiður { fifurogfidur.com }

Í ár var ég ögn minimalískari en þó með samsetninga pælingarnar en ekki einn krans eða bakka.

Advent candle decoration www.fifurogfidur.com

Ég fékk hvítu Gies kertin í Bónus á rétt tæpar 1 þúsund krónur sem er ansi gott fyrir kerti það er leikur í gangi þar Bónus og Skreytum hús leggja saman hesta sína – sjá meira um það hér

Ég ákvað að taka þátt í leiknum þó eflaust séu íburðameiri kransar/skreytingar sem skora hærra hjá dómnefnd og like’um á myndirnar – verðlaunin eru ansi hreint vegleg og kæmu sér vel hjá nýju íbúðareigendunum okkur. (þetta er NB engin umbeðin auglýsing á þessum leik, vildi bara deila þessu með fleirum sem gætu þá tekið þátt)

Á kertunum má sjá hringi (1,2,3 og 4) vafða úr blómavír en eftir að vera búin að dunda við að gera tölustafi fyrir ákvað ég að hringirnir pössuðu betur þeim blæ sem ég leitaðist eftir. Vængirnir á stærsta kertinu eru svo sömuleiðis úr vír.

Advent candle decoration www.fifurogfidur.com

Þessir fínu tölustafir liggja því á lausu ef einhvern vantar fyrir sinn krans en annars fæst svona vír víða – ég fékk minn í A4

Advent candle decoration www.fifurogfidur.com

Greina búntið sem sjá má í vasanum og bakkanum fékk ég líka í Bónus og ég hreinlega ELSKA þetta búnt.

Advent candle decoration www.fifurogfidur.com

Annað átti ég til hér í búrskápnum svo þetta er ekki flókið – það þýðir þó ekki að það sé ekki mikið hugsun á bakvið þetta – ég vill jú ofhugsa svona hluti talsvert.

Ég er allavega blússandi ánægð með þetta og það er fyrir öllu er það ekki.

Aðventu alúð
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook