Afmælis molar

Afþví mig langar svo að skjalfesta góða og jákvæða hluti – því markmið mitt nr. 3 árið 2015 er að vera jákvæðari og brosa meira – þá ætla ég að deila með ykkur molum af sérdeilis góða afmælis morgninum mínum.

Hann innihélt: gjafir frá uppáhalds fólkinu mínu, svindl morgunmat ( en það kallast coco puffs sem er í boði á jólum og afmælisdögum á þessu heimili), tímarit til að glugga í og morgunkaffi bolli, strax komin í náttbuxurnar úr einum pakkanum.

2015/01/img_0568.jpg2015/01/img_0567.jpgÞessi fallegi Krummi kom uppúr einum pakkanna – fallegur og fullkomnar Kríu og Krumma  dúóið. Eiga sko eftir að sóma sér agalega vel á nýja heimilinu okkar!

2015/01/img_0574.jpg

Ég eyddi svo deginum heima með þessu ljósi í ofur kósý í kalsa veðrinu – fátt betra.

2015/01/img_0570.jpg

Eldri dóttirin vildi svo endilega kaupa rósir í búðinni með pabba sínum <3 Extra fallegt af litlu snótinni þar sem hún á enn svolítið erfitt með að aðrir eigi afmæli en hún sjálf með tilheyrandi bráðnunum (meltdowns).

Þarna á myndinni sjáið þið líka uppáhalds jólagjöfina okkar – Bleikan prinsessu skúlptúr sem Kría skapaði – með miklum meiningum og röggsemi en daman skóp víraverkið eins og hún vildi hafa það en vildi svo ekki snerta gipsið svo kennarinn þurfti að aðstoða með það eftir kúnstarinnar reglum og tilsögn frá Kríu. Annað en bleikt kom svo alls ekki til greina <3 <3 <3

2015/01/img_0571.jpg

Til að toppa daginn fengum við að vita að við fáum leiguíbúðina sem okkur langaði svo í hér í Vesturbænum og getum haldið Kríu í sama leiksskóla! Gleði gleði! Flutningar eftir 23 daga! Þá verður sko af nógu að taka til að setja hér inn. Grenimelur here we come….. again.

Nú er afmælið mitt liðið og þá má ég loks fara að huga að afmælisþema fyrir dótturina sem verður 4 ára núna í Mars – ég fæ klárlega ekki að ráða þemanu en það má vinna með hvað sem er og gera skemmtilegt. Hugarflæði af Pinterest er á dagskrá á næstu vikum og kannski yfirferð yfir síðustu afmælis partý dótturinnar.

Kveðja,
Afmælis Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook

3 Comments

 1. Ásta
  January 8

  Svo fallegt elsku Þórlaug ;-)

 2. Sigrún
  January 9

  Yndislega þín :)

 3. Ásta B
  January 13

  Góður dagur með yndislegu fólki :)

Comments are closed.