Ákveðinn persónulegur ómöguleiki

Svo ég fái nú þessi fleygu orð BB að láni, ég á eitthvað erfitt með að koma útúr skápnum með blogg brasið í mér, eitthvað sjálfsmats vesen í mér bara, en einmitt þess vegna ætla ég loks að láta verða að þessu. Ögra mér, fara útfyrir þæginda rammann, láta drauma mína rætast og með þessu ýta mér útí að gera meira af því sem gleður mig og minna af öðru.

Að stofna blogg var nýársheit 2014 – en ég byrjaði jú að skoða málið það ár – klapp á bakið Þórlaug. Að ýta úr vör er svo heit 2015, láta hendur standa fram úr ermum, hætta að ofhugsa þetta, muna að taka myndir á meðan dund og dútl stendur yfir (því ég vil jú hafa myndir) og ekki hætta – jafnvel þó langt líði á milli þar sem stundum kemur lífið í veg fyrir ritun þess í máli og myndum. Svo koma þeir sem koma vilja, vera þeir sem vera vilja og fara þeir sem fara vilja

Fann þetta rétt í þessu þetta skemmtilega viðeigandi kort sem tengdaforeldrar mínir gáfu mér fyrir nokkrum árum í tiltekt . Jane Austen var vitur kona.

/home/wpcom/public_html/wp-content/blogs.dir/0a8/75360936/files/2015/01/img_0485.jpg

Ég hlakka í það minnsta til að þróa og þroska þetta hugarfóstur mitt með tíð og tíma

Ást og fiður

Fífur og Fiður á Facebook