APP UPPELDIÐ

Heimurinn versnandi fer segja sumir eflaust… En MINN BATNAÐI fyrir þónokkru síðan. Já ég nota APP í uppeldinu (og reyndar fleiri) og ég bara verð að segja ykkur frá því nýjasta þar sem ég hef aldrei séð barnið mitt hreyfa sig jafn hratt og gera það sem til var ætlast og við notkun þess.

Ég heyrði af því frá dásamlega deildarstjóranum hennar stóru minnar þegar ég minntist á hvað skífu klukkurnar til að sýna tíma myndrænt sem fást í skólavöru búðunum væru drjúgar fyrir budduna.

Afhverju APP?
Til að hvetja þau til dáða
Til að endurheimta smá af þolinmæðinni sem fauk útúm gluggann í gær
Til að gera hlutina sjónræna
Til að minnka þörfina á að keppa sín á milli eins og börn vilja gera
Sem smá leynivopn til að ná manni útúr vítahring sem stundum kemur upp – togstreitu og tímaleysis yndislegu barnanna okkar (í það minnsta minna)

www.fifurogfidur.com

Fyrir hverja?
Nú veit ég ekki hvenær þetta hættir að virka, á að giska 7 ára… en ég á nokkur góð ár eftir
Apple eigendur (sorrý allir hinir) en þetta myndræna app var í það minnsta síðast þegar ég athugaði bara fyrir IOS

Hvernig virkar þetta APP þitt
Þú stillir tímann eftir því hvað við á – mæli með að hafa hann raunhæfann en þó ekki of langan
Þú stillir símanum þannig upp að þau sjái á hann
Mæli með að hafa fikt í appinu eitthvað sem er í boði ef þau ná að vinna snigilinn á góðum tíma en það er hægt að breyta trénu og sprengja skýin til að mynda
Við einskorðuðum það við virka daga þar sem það var aðal togstreitan og sjáum ekki eftir því.

OK út með það! Hvað heitir það!??
Appið heitir “Fun Time Timer” og fæst í app store

www.fifurogfidur.com

Útkoman?
Tja allavega hjá okkur – foreldrar sem var mikið létt eftir nokkra krefjandi morgna í röð
Og nei það er alls ekki alltaf þörf fyrir þetta þó þetta hafi verið gert einusinni

Svo getið þið líka notað þetta á ykkur sjálf… ef ég næ að brjóta saman þessa þvottahrúgu áður en… þá….. Nei ég segi svona.

Vona að þetta létti einhverjum allavega einn morgun eða svo

Gleðilegan gauragang

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook