Barnaafmæli planað Klippa, krassa & kötta

Er ekki lægð yfir landinu segiði? Nei ok var það bara yfir blogginu mínu sumsé… já jú jú.

Hausinn á mér er mikið og ég meina MIKIÐ í afmælisveislu pælingum fyrir stóru stelpuna mína sem brátt verður FIMM! Barnið er búið að bíða þess dags síðan hún var 2ja ára og húllumhæið skal verða eftir því. Afmælisþemað var ákveðið áður en síðasta veisla var haldin FROZEN skal það vera.

Þessi er allavega til í tuskið í forkeyptu afmælisgjöfinni sem foreldrunum hefði aldrei órað fyrir að hefði jafn mikið glimmer að geyma og raun ber vitni… alla daga!

IMG_5619

Afmælis undirbúningurinn er sumsé ansi langur á þessum bæ en er ca. svona:

Pinterest-a þemað í tætlur (borðið fyrir þetta afmæli er ennþá stillt á secret)

Screen Shot 2016-02-19 at 22.54.58

Lista upp veitingar & skreytingar & Gera afmælis niðurtalningu fyrir dömuna sem byrjar að telja niður um JÓLIN!

IMG_5616

Við að mér efni í skreytingar og sumar veitingar á sem ódýrastan máta (nota það sem til er, fæ lánað og föndra sem mest)

IMG_5706

Prenta út, skreyta, teikna, klippa, líma, mála og mikið af því… Þessi er til að mynda úr pappír því svona fígúrur kosta heldur mikið að mínu mati og fást ekki í þessari stærð heldur svo ég viti.

IMG_5722

Teikna upp veitingarnar (já ég veit ég er klikkuð) en sjónrænt er bara málið fyrir mig (blörrað því þetta á að hafa surprise eliment ;)) Sjáiði hvað dóttlan var dugleg að bæta við haus á kroppinn sem ég hafið teiknað. Gott að teiknihæfileikinn er í fjölskyldunni þó hann hafi yfirgefið mig um 7 ára!

IMG_5728

Taka afmælisviðtalið við stjörnuna – sjá færslu frá því í fyrra hér HÉR

IMG_1191

Framkalla myndir fyrir nýja aldursárið (hingað er ég komin núna)

IMG_0628.JPG

Setja veitingar og skreytingar í excel – innkaupa og hráefnislisti

Framkvæmdar áætlun – Tímasetja hvenær megi gera hlutina svo við verðum ekki á síðasta snúningi aftur

Finna út hver gerir hvað (ég er lítils megnug ein skal ég segja ykkur)

Afmælisdagur – Loka Framkvæmd

Svona í grófum dráttum…. svo þegar nennan er ekki til staðar þá gerir maður bara öðruvísi afmæli og það er aaaalveg jafn dásamlegt en eins og ég hef áður sagt þá er þetta bara áhugamál hjá mér og eitthvað sem mér finnst brjálæðislega skemmtilegt. Allavega köldustu og dimmustu mánuði ársins.

Ég horfi á afmælisveislur á Ameríska vísu og reyndar mikið líka hjá henni Soffíu sem er með bloggið Skreytum Hús og gerir sérlega fallegar afmælisveislur líka og finnst þetta eitthvað svo fyrirhafnarlaust og fullkomið… og hér er ég með 3 mánaða skipulagningu. Æfingin kannski… en ég hef allavega súper gaman af þessu.

Vona að þið hafið gaman af því að sjá inní hugar og skipulags heim nutty afmælis Þórlaugar

****

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

  1. […] Undirbúningurinn var líklega mun viðameiri en framkvæmdin sem þó var 3 manna plús vinna í 2 daga – eins og ég hef sagt áður þá er þetta áhugamál hjá mér og ég er svo heppin að eiga góða að sem eru tilbúnir að styðja mig í þessari dellu minni. […]

Comments are closed.