Barnaherbergi þeirrar 3 ára

Það tók mig 3 ár að gera herbergi litlu skessunnar, þeirrar 3 ára, þannig að það væri á pari við herbergi stóru systur í fegurð. Ég held ég hafi verið að lesa hana… ekki gott tímakaup hjá mér við það haaa… En jæja þetta tókst og yfirbragðið á herbergi hennar er allt annað en þeirrar eldri, rétt eins og persónuleikar þeirra. Barnaherbergin í íbúðinni er afar smágerð en duga vel með góðu skipulagi.

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt Girls room

Það má segja að að tónninn í hennar herbergi sé ögn hreinni línur ögn nýtískulegra jafnvel.. ja allavega 50% þess Hvítt húsgögn og hillur en auðvitað spila gömlu munirnir okkar stórt hlutverk líka.

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt Girls room

Fallega rúmið hennar sem systir hennar svaf einmitt í líka áður en við fluttum hingað,sjá hér – var Nonni svo forsjáll að velja úr geymslu frá gamalli ská frænku ungur að árum. Þvílík gersemi.

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt/ Girls room

Vegginn máluðum við nýverið en í raun ætlaði ég mér í gráblárri tón en eftir að bera litaprufurnar 6 (sem mjööööög svo þolinmóður starfsmaður Slippfélagsins í Borgartúni hjálpaði mér með) fékk þessi litur strax atkvæði eiganda herbergisins og allir sáttir.
Stjörnurnar eru fallegur pappastjörnu borði ætlaður á jólatré sem ég klippti niður í mislangar ræmur og skellti á veginn fyrir ofan rúmið. Borðann keypti ég í Fakó.

Skrifborðið hefur lengi verið í eigu fjölskyldu Nonna en daman elskar að hafa skúffu til að geyma hinn ýmsa ránsfeng sem 3 ára áhugamaður um fallega hluti og tækni sankar að sér. Kannski er það Hrafns-parturinn af nafninu… Borðið hafði verið málað en foreldrar hans létu afsýra það – vitið þið um einhvern sem tekur slíkt að sér í dag?

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt/ Girls room

Í bland við þessar gersemar langaði mig svo að hafa svolítinn léttleika og hvít Ikea húsgögn og hillur urðu því fyrir valinu.

Lampann gerði ég fyrir tungl/geim afmæli þeirrar eldri síðasta vetur og hann smellur svo vel hér inn.
Einhyrningurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og fer svo vel með tunglinu. Ég er svo að þjálfa þær systur í að vera blómakonur, tengdapabbi (blómið) hentar vel í það verk í kjút pottum. <3 fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt/ Girls room

Hilluskrautið tekur hið minnsta daglegum breytingum en sú þriggja ára er heldur betur liðtækur skreytir, ég hef oft hugsað mér að taka daglegar myndir og gefa út bók eða listasýningu.
Hún er þó að mestu hætt að breyta í stofuhillum og glugga svo ég uni sátt við! Mamman fékk þó að stilla upp fyrir þessa myndatöku.

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt/ Girls room

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt/ Girls room

Ég elska þessar hirslur en þær gera hverjum sem er auðvelt að taka til, þær rúma allt dúkkudótið sem fylgir ofurhetjunni mömmu litlu í bastkörfum, bækurnar sem og smádótið sem fer í smærri öskjur og box. Ég tek svo hreinsun á skúffurnar reglulega, flokka og grinka á en við erum með skáp með leikföngum sem hægt er að skipta inná.

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt Girls room

Hilluskrautið í grunnu hillunni er svo bara samtíningur af hlutum sem voru til – en ég er bara kát með það. Sveppa ljósið þarna á hirslu einingunni er Heico ljós en hann fékk eldri dóttirin í nafnagjöf, rauði liturinn sem var á honum hentaði mér ekki nógu vel lengur svo ég skellti bara Söstrene Grene málningu á hann (eins og svo margt annað) Það kemur svo bara í ljós hvort hann fúnkeri sem ljós, ef ekki þá er hann hið minnsta afar fallegt skraut að mínu mati!

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt/ Girls room

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt/ Girls room

Þennan einhyrnings snaga fékk ég í Hulunni um daginn – ég ELSKA hann og væri til í miklu fleiri svona!
Kúlubandið keypti ég á útsölu um daginn en það er til í Pier til að mynda (er á 50% afslætti núna fyrir jól)

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt/ Girls room

Ég er enn að safna að mér litlum smáatriðum í herbergið – langar til að mynda ógurlega í svaninn sem Litla Hönnunarbúðin er með – þeir eru ÆÐI!! (uppseldur í augnablikinu virðist vera) Til svo mikið af allskonar fallegu í barnaherbergi í dag, getið fundið eitthvað af verslunum sem ég skoða hér í póstinum um vefverslanir á Íslandi.

Svoleiðis var nú það, mikið af íbúðinni má svo sjá í nýjasta Hús og Híbýli, desember 2017 en eitt innlit rúmar bara svo og svo mörg smáatriði svo þetta herbergi sést því hér :)

fifurogfidur.com stelpu herbergi blátt/ Girls room

Hlýjar desember kveðjur,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook