Bollaleggingar um barnaafmæli

Nú líður senn að 4 ára afmæli stóru stelpunnar minnar sem vill Hello Kitty afmæli í þetta sinn alveg sama hversu brilliant hugmyndum af þema ég gauka að henni – ekki einusinni Frozen fékk mikinn hljómgrunn þó það hafi stefnt í Frozen Kitty þema á tímabili! Ég tek því mitt twist á þetta og hef Kisu þema með Kitty köku… Má það ekki?

Þar sem hausinn er á kafi í þessum pælingum fannst mér tilvalið að rifja upp afmælisveislur dömunnar til þessa en það er þó eitthvað lítið til af myndum af þeim – klikkum ekki á því í þetta sinn.

Á fyrsta afmælisdegi dömunnar langaði mig að gera svo margt skemmtilegt en það fór í vaskinn vegna 40 stiga hita allra fjölskyldumeðlima en lítið hóf var þó haldið. Við náðum að lufsast til að henda saman veitingum og því sem hefur haldist sem hefði síðan þá, að mynda aldursárið í myndum á vegg. Þetta er alveg í uppáhaldi hjá mér og er gerir það einnig að verkum að við drífum í að framkalla myndir í það minnsta einusinni á ári.

2015/01/img_0628.jpg

Þegar daman varð 2 ára fékk mamman enn að ráða öllu án afskipta – those where the days. Rauðhettu/Forest friends varð þemað en aðal málið á veisluborðinu var Fondue og grænmeti með ídýfu í paprikkuskál. Veisluborðið sló í gegn og ég var ákaflega sátt við þetta alltsaman. Þarna voru eitt stykki frekar mishepnaðar muffins í sveppa líki – ég held ég fari að taka að mér að klúðra muffins, hlýt að geta fengið greitt fyrir það.2015/01/img_0630.jpg

Þriggja ára afmælið varð Sjóræningja partý – en daman vildi Dóru Landkönnuð á kökuna – mamman fann því mynd af Dóru í sjóræningja búning og allir fengu það sem þeir vildu. Gestirnir komu einnig svo dásamlega prúðbúnir en foreldrarnir sem stóðu á haus í undirbúningi auðvitað á síðustu stundu klikkuð stórt á að vera í karakter…. kannski næst, mjááá

Aðal veitingarnar snérust í kringum vöfflu hlaðborð sem fólk afgreiddi sig sjálft í bakstri og valdi sér svo kruðerí ofaná. Annað á boðstólnum voru plankar (saltstangir), sjóræningja kaðall (lakkrís reimar), fallbyssukúlur (Malteasers), glópagull (werther’s original) og perlur (djúpur) ostabakki og sjóræningja muffins.

Drykkjarföngin voru ekki mynduð almennilega en sjást þarna í bakgrunn, sjór (sódavatn með matarlit), krókudílablóð (appelsínusafii með matarlit) kolkrabba blek (kaffi) og eitthvað fleira sem ég hreinlega man ekki hvað var…

Borðskrautið var svo auðvitað sjóræningjakista sem amma Jónína átti, fyllt með gullpeningum, perlufestum og nammi armböndum (sem hurfu sem dögg fyrir sólu, alltaf vinsæl)

Daman ætlaði að vera klædd sem sjóræningi en fékk Línu búning í afmælis gjöf svo hún snérist fljótt í sjóræningja Línu – enda pabbi línu sjóræningi ekki satt. Heimagerði sjónaukinn hennar sést þarna – gerður úr pappaglasi og eldhúsrúllu hólk2015/01/img_0634.jpg

Þar sem húsfreyjan hefur mun meira gaman af skreytingunum en bakstrinum (þarf líklega ekkert að mynna ykkur á muffins morðin er það?) þá finnst mér dásamlegt að geta bara keypt kökuna með mynd og letri sem við viljum hafa. Ég fann enga mynd sem hentaði  í nægilega góðri upplausn svo ég prentaði út litabókar blaðsíðu og litaði eitt kvöldið. Kakan var pöntuð hjá Tertu Gallerý (Myllan) en mér finnst þær sérlega góðar og á hagstæðu verði.2015/01/img_0635.jpg

Ég viðurkenni vel að þessi þemu eru kannski meira fyrir mömmuna gerða sem þykir afar gaman að dunda við þetta og úthugsa í nokkra mánuði fyrir afmælisdaginn, en ég held þetta skaði hana allavega ekki frekar en nein önnur fallegheit.

Ég er að hefjast handa við að sanka að mér hugmyndum fyrir afmælið á Pinterest síðunni minni ef ykkur langar að kíkja þangað, en þið eigið áreiðanlega eftir að heyra meira af þessu afmælisbauki mínu hér inni.

Hvað er skemmtilegasta afmælisþema sem þú hefur séð – eða finnst þér þau kannski bara rugl?

Nú langar mig í köku!!

Fífur og Fiður á Facebook

6 Comments

 1. Ásta
  January 12

  Þú ert svo mikill snillingur, en sjóræningja er klárlega flott þema og ef sumar hægt að fara í leik að leit að fjársjóði með kort og öllu tilehyrandi. Var hitt enda strákaafmæli hjá mér svosem. Fyrir 4 ára telpu sem vill Hello Kitty er lítið hægt að breyta nema hafa þá kannski bara fleiri dýr……og reyna komast þannig útúr því ef mamman er lítið fyrir hennar þema. En um að gera að leyfa henni að tjá sig um hvað og hvernig hún vill hafa það, alveg ótrúelga skemmtilegar pælingar sem koma uppúr þessum fallegu saklausu einstaklingum sem hafa þó svo miklar skoðanir á öllu. Gangi þér vel snillingur og ég hlakka til að sjá myndir úr næsta afmæli, ekki gefast upp á muffins, I know you can do it! held þær mættu vera kannski lendur inní ofninum, var mér sagt og ég reyni ennþá ;-O

  • January 12

   Takk fyrir fallegu orðin mín kæra, alltaf gaman að fá komment! Ég skemmti mér sko konunglega við sjóræningja þemað og að finna sniðugar en ódýrar lausnir. Leikir koma svo núna á komandi árum, kannski einn laufléttur í ár :) ég hlakka svooo mikið til að halda svo sumar afmæli fyrir Hrafnfífu, sólstöðu afmæli takk fyrir!! :) er að fara að græja mig upp af muffins pönnum er komin með sprautu stúta og svo segi ég þeim stríð á hendur! Pósta myndum

 2. Íris Thelma
  January 12

  Vá, þú dugleg að nenna þessu ;) Ekkert smá flott hjá þér!! Ég hef aldrei haft þema, bara valið mynd á kökuna, áður en daman fór að ákveða sjálf. Núna er hún með ákveðnar skoðanir og það þarf að vinna með ;)
  Var með Frozen leikskólaafmæli í fyrra en það er bara af því að vinkona mín hélt það með mér en það munar bara einum degi á afmælum stelpnanna okkar, hún er einmitt svona þemaóð ;) en hér má sjá myndir úr afmælinu http://www.gotteri.is/2014/04/03/frozen-thema/

  • January 12

   Etta er svoo gaman, þarna er ég í essinu mínu. Já ég man sko eftir myndunum úr afmælinu hjá ykkur í fyrra, aaaaalveg geggjað!

 3. January 15

  Heyy ég gerði líka svona tölustaf úr myndum fyrir Hrafninn minn- hann hangir enn enda serdeilis prýðilegt að maður hunskist að framkalla myndir***

Comments are closed.