Brúðarvöndur – Innblástur

Við hjónaleysin ætlum að láta verða að því að láta pússa okkur saman. Dagurinn okkar verður 18.02.2018 en við ætlum að hafa þetta allt voða heimilislegt, í orðsins fyllstu þar sem athöfn og veisla verður hér heima. Stefnum líklega að því að gera sem flest heima – fæða heima, gifta okkur heima… hvað verður næst!? Ég ætla í raun ekkert er að skreyta (ég veit mjög skrítið fyrir mig) en mig langar ofsalega að hafa fallegan brúðarvönd og sæki auðvitað innblástur í Pinterest. Langaði að deila nokkrum með ykkur.

Crazy fallegir bohemian feel vendir í stærri kantinum, litir og svoldið villt.Minn verður ekki alveg svona stór en þessir en þið náið hugmyndinni. Þið verðið að afsaka leti póstinn með skítugum skjáskotum… tíminn í deginum er bara ekki alveg að duga mér og batteríið leiðinlega fljótt að tæmast. En innblástur skildi það vera!

Þetta er augljóslega ekki brúðarvöndur en hann er svoooo fallegur. Þessi er frá Lífið í Lit

Svo þarf hann Nonni minn bara að hafa þetta í huga og allt blessast ;)

Next up er að finna kjólinn… já og kökuna og aðrar veitingar….já ég er að verða pínu stressuð en þetta reddast, er svo viss um það!

Ykkar,
Bráðum frú

Fífur og Fiður á Facebook