Dans foreldrun

Foreldrun ekki orð segið þið… dans uppeldi sagði bara ekki það sem ég á við. Dans uppeldi væri meira að börnin æfi dans. Svo er þó ekki.

Telpurnar okkar tvær eru báðar gífurlegt skap – mætti lýsa því á þessa leið: Rörsýni (e. tunnel vision) + kjarnorku skap, svo ég tali nú ekki um þetta raddsvið sem erfist klárlega ekki frá mér. Þegar tvær slíkar hittast verður því stundum úr kjarnorku rörasprengja. Það er hressandi.

Ég á ekki mikið af myndum af þeim að rífast enda er maður ekki með símann á lofti.. en maður tekur myndir af góðu stundunum til að muna þær og eftir árin 20 mun það kannski sitja eftir… Enda allir í mission happy baby. Hér eru þær á góðri stundu þessar elskur – þær koma inn á milli.

Fífur & Fiður - Dans Foreldrun

Foreldrarnir á þessu heimili eru svo mis vel upplagðir (og þolinmóðir) eins og fólk er flest og oft, alltof oft dregst maður inní atburðarásina og lætur eins og maður sé bara alls ekkert það, fullorðinn.
Þegar lætin ná hættumörkum í 10. skipti yfir daginn (helgarFRÍ anyone?) af öskrum og gráti undan hvor annarri og öll trix til að ná sáttum og fá þær til að róa sig bregðast og öll heimsins þolinmæði þrýtur þá, einmitt þá, hættir þessi kona stundum að vera fullorðin.

Hún hækkar róminn og EKKI segja neinum því guð þetta viðurkennir engin heilvita manneskja…. þá fer málrómurinn stundum uppí öskur (munið samt að ég er ekkert sérlega raddsterk) og pirringurinn fer langt yfir öll velsæmismörk. Þetta er að sjálfsögðu EKKERT sem ég er stolt af en þetta er sannleikurinn og þennan sannleik held ég að fólk þurfi bara að fá að heyra því að ég held að alltof margir þarna úti upplifi sig sem eina foreldrið í heiminum sem missir kúlið.

Að missa stjórnina er ekkert sem neinn vill – auðvitað langar mig að halda rónni öllum stundum. Mér mistekst það bara oft og stundum með þessum leiðu afleiðingum sem öllum líður illa af.
Útaf svona brestum er maður alltaf að leita að nýjum tækjum og tólum í uppeldis verkfærabelti, til að mynda Happy time timer appið góða sem við notum enn, núvitundar námskeið, uppeldsinámskeið.. nefndu það maður prófar. Stundum þurfa hlutirnir ekkert að vera flóknir til að virka

Hreyfing hefur eins og við vitum flest öll ákaflega jákvæð áhrif á kroppa, stóra sem smáa. Í einu af verkefnum hversdagsins hjá okkur fjölskyldunni hentar ákaflega vel að nota einmitt það. Hreyfingu með tónlist = dans. Við höfum alltaf dansað og fíflast mikið saman og tónlist eða loforð um tónlist nær þeim oft – ekki alltaf en oft – útúr hringiðu reiði og sársauka. Að blanda svo saman hreyfingu við það til að ná hamingju djúsunum á hreyfingu í litlu kroppunum – það er eðal!

Fífur & Fiður - Dans Foreldrun


Ég mæli með því að þið prófið þetta næst þegar börnin eru örg eða systkini að rífast – kveikið á skemmtilegri tónlist sem má dansa eða rokka við, stillið hátt og brestið í DANS.
Það þarf ekkert endilega að bjóða þeim með, þið getið bara metið það bara, kannski ágætt að ná öðru barninu með. Næsta lag má svo vera óskalag sem er í það minnsta vinsælt hér á bæ. Kannski ég opinberi top 10 vinsælustu danslögin á þessu heimili einhverntíman.

Og ef allt þrýtur þá mæli ég með ferð til Nice ;)

Fífur & Fiður - Dans Foreldrun

Ég ætla allavega að reyna að muna eftir þessu ofur einfalda trikki enn oftar en ég geri svo ég nái að halda fullorðins titlinum mínum. Ekki fækkar árekstrum systranna sem einmitt eru veikur blettur á mér og kveikir hratt á pirringnum þá er bara að breyta því hvernig maður bregst við og mér finnst ég verða betri með hverjum mánuðinum í því að eiga 2 börn sem ekki lyndir. Klapp á bakið litla mamma.

Verið góð og sanngjörn við ykkur í heimi kröfu um fullkomnun. Hún er nefnilega ekki til.

Þ

Ps. Ef þið viljið sjá dans sálfræði tíma gærkvöldsins þá getið þið kíkt á snapchattið mitt sola-sin

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

  1. Ragna Björk
    October 27

    Dásamleg ertu Þórlaug, Það er í lagi að missa kúlið stundum, hér er mikið rifist yfir fáranlegustu hlutum og ég er alltaf að reyna meir og meir að skipta mér ekki af þessum rifrildum en það er oft erfitt :) Tónlist og dans virkar vel á þessu heimili líka, losar um streitu og spennu. Þú ert frábær

Comments are closed.