Mylsnur og konfektmolar af Melunum.

Langt síðan ég hef skellt í smá mylsnur af Melunum póst er það ekki? Hér koma nokkrar mylsnur frá Desember. Vona að þið hafið það sem allra flest ljúft um jólin.

Við mæðgurnar leituðum að jólunum í Desember byrjun – mikið sem þetta er skemmtilegt leikrit. Geri ráð fyrir að það verði aftur á sviði Þjóðleikhússins að ári og mæli eindregið með því að ungir sem aldnir skelli sér.

Jóla mæðgur www.fifurogfidur.com

Kókostoppa bakstur er eina smáköku uppskriftin er komin á listann minn enn sem komið er – í ár tókust þær dúndur vel, enginn rotaður með skammti ársins eins og í fyrra. Hver veit nema við mætum hálfmánum við á næsta ári.

Jólabakstur www.fifurogfidur.com

Jólatrjá innkaupa sérfræðingur með meiru – var sérlega ánægð með öll þessi innanhústré

IMG_5110

Húsmóðirin með athyglina alveg í lagi…? Fann bollan í það minnsta áður en kaffið varð kalt.

IMG_5123

Sannfærð um að þetta sé bolti

www.fifurogfidur.com

Þessi týpa er dugleg að leiðrétta allan slíkan misskilning sem upp kemur. Litla regluverkið mitt.

www.fifurogfidur.com

Svo tréið okkar fékk að mestu að vera í friði – eitthvað sem ég bjóst hreint ekki við! Meira að segja pakkarnir fengu frið.

IMG_5191

Fyrsta piparkökuhúsa samsetning allra hlutaðeigandi og við glimrandi sáttar.

IMG_5216

Svo var bara að poppa þetta upp

IMG_5234

Langarinn eitthvað langur haldiði?

IMG_5238

Piparkökuhús eru til að borða þau er það ekki? Við skelltum okkur í það minnsta í verkið og Barbaþór aðstoðaði.

IMG_5245

Þessi tók sko virkan þátt í frjálsum fimleika tíma hjá stóru systur – verður gaman þegar þessi kemst á aldur fyrir fimleika!

  
Smá svona “Svona átti þetta að vera – svona endaði þetta” Þetta er pakki – eða átti að vera það þangað til í panikkaði og reyndi að taka perlurnar úr forminu heitar…

IMG_5187

Í allri sanngirni þá tókst þetta alveg ágætlega… svona þegar ég áttaði mig á því að ég myndi alveg ná þessu úr að mestu ef þetta fengi að kólna áður en ég reyndi að rífa þetta úr.

IMG_5185

Hér er ein af aðventuhefðunum okkar – en það er að fara á Þjóðminjasafnið að hitta jólasveininn. Við höfum farið á Þorláksmessu undanfarin 3 ár að hitta Ketkrók, syngja og tralla. Dásamleg stund sem var svo kórónuð með kaffihúsa setu í sama húsi en þar er þetta líka frábæra leikhorn – stelpurnar (1,4 og 5 ára) voru þarna í hátt í einn og hálfan tíma að skoða potta pönnur, glugga, hurðir og aðra muni sveinkanna okkar.

IMG_5269

Svo var alveg að koma að því – litla lósið var svo dugleg og góð allan daginn eftir frekar sveiflukennda daga þar á undan – gott að sitja bara þarna í pakka flóðinu og njóta.

IMG_5283

Komið að því – partur af hjörðinni kominn saman. Dætur mínar eru sérleg hjarðdýr – rekast langbest með mikið af fólki í kringum sig.

IMG_5292

Þessi mynd er það sem kemst næst jólakortamynda þetta árið – já þið lásuð rétt – það varð í alvöru talað ekkert að jólakorti þrátt fyrir stóru orðin í september… Tíminn bara hljópHlaupabólu sjúsk Þessi er ansi sæti

IMG_5149

Þessi hjú sem skelltu í eina sjaldgæfa sjálfu óska ykkur öllu gleðilegs alls með kærleik í hjarta

IMG_5289

<3

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

  1. December 28

    Þetta er nú meiri dásemdarpósturinn.
    Gleðilega hátíð mín kæra

Comments are closed.