DIY Jóla merkimiðar & pakkaskraut Jólaáskorun A4

A4 skoraði sumsé á nokkrar blogg dömur (meira um það hér að neðan) að finna sér efnivið að eigin vali með þeim formerkjum að það væri “jóla…” og gera með eigin nefi. Ekkert gífurlega erfið áskorun enda af nógu að taka en það en dugði þó í talsverðan valkvíða (þetta er krónískt) þar sem það var ó svo margt sem mig langaði að gera og krafðist þess að valið yrði úr, en hér er þetta þó komið!

Fyrir valinu varð að endingu innpökkun, merkimiðar og pakkaskraut og að sjálfsögðu sjaldnast minimalískt, held það sé mér ofviða að halda hlutunum einföldum.

Efnið sem ég valdi mér var glimmer, sjálfþornandi leir, svartur blómavír, leður reim, brúnir gjafamiðar, hvítur túss (fine), hörband (gyðingaband????) og svo hama perlur (á eftir að gera merkimiða með þeim á aðventunni með stóru minni) Ég notaðist við fleira sem ég átti, til að mynda tonnatak, blek og stimpla sem ég hef viðað að mér í gegnum árin á ýmsum stöðum til að mynda A4

Byrjum á merkimiðunum

Vinstra megin er vír, vafinn í hring en hægra megin krass frá þessari sem er ekki búin að þroska teiknihæfnina.

www.fifurogfidur.com

Meira “doodle” og nú í húsaformi. Ég elska hvítt á brúnan pappír en þessi merkimiðar frá þeim eru svo skemmtilegir – stærri en flestir sambærilegir miðar. Þarna klippti ég þá til.

www.fifurogfidur.com

Eldri daman fékk líka að spreyta sig – svona líka fallegt

www.fifurogfidur.com

Stimplað með kartöflu (kartaflan var hressari 2 dögum áður þegar stimplun fór fram) Tréið skar ég út fríhendis – útskurðarhnífur er kannski málið frekar en eldhúshnífur.

www.fifurogfidur.com potato stamp

Stimpla búta úr jólalaga textum á brúnan poka (sem fæst einmitt í A4) en ég hreinlega elska maskínupappír og kartöflu tréð setur sérviskulegan punkt yfir i’ið. Plantan er plastblóm sem ég tók í sundur (alvöru myndi deyja of fljótt)

www.fifurogfidur.com - brown paper bag

Stjörnuna skar ég út með aðstoð piparkökuforms, stungið inn og skorið að henni – voila stimpill.
A4 selur blek í ýmsum litum.

www.fifurogfidur.com potato stamp

Köngull úr perlum, blómavír og brúnum pappa (skorið í 3 misstóra hringi og klippt inní þá)

www.fifurogfidur.com

Pakkaskraut

Klemmuna skreytti ég með glimmeri og plastdýri sem gerði áður lítið annað en að liggja á gólfinu húsmóðurinni til ama milli þess sem hún týndi það upp. Smá glimmer á bjössann líka og þú ert kominn með þetta líka skemmtilega pakkaskraut.
Þennan merkimiða strikaði ég eftir piparkökuforminu og fyllti inní með þessu sjúkt fallega glimmeri (þessu bleiklitaða)

15211782_10154196635627239_1903773695_n

Önnur týpa, klemman máluð svört, þurrt glimmer stráð í blauta málningu og smá límlakk yfir.
Sebri er jóladýr er það ekki. Ég er ekki búin að taka upp jólakassana svo jólafígúrur sem eflaust liggja brotnar voru ekki við hendi – þessi nýstárlegu jóladýr urðu því fyrir valinu.

unspecified

Hohoho – ég fíletta allavega.

img_7708

Hér sést svali bjössi aftur á klemmunni en aðal málið er litli kransinn þarna.
Vafinn blómavír í 3 hringi og svo klesst svona plast blómi á – jólavöndur. Næstum eins og kransinn frá því í fyrra

img_7712

Þessir þykkblöðungar verða bara að fá að vera með á mynd – annars verða þeir sárir útí plastið.

img_7707

Svo er það leirinn sem hefur óendanlega möguleika – ég hreint út sagt elska hann! Hef gert merkimiða og jólatrés skraut úr honum í gegnum árin. Núna ætla ég að dúlla við pakkaskraut.

unspecified

Og miklu meira af þessum krútta trjám í öllum litum – fullkomið að setja lítil slíka á klemmu líka!

15228111_10154196633677239_1855192551_n

Ein hópmynd í lokin – segið sííís

15211726_10154196636457239_224096249_n

Ég er ekki hætt og mun eflaust deila fleiru á Instagram næstu vikurnar ef einhver vill fylgjast með framhaldinu (þið finnið Instagramið mitt ef þið skrollið ögn neðar)

Það er hægt að skoða vöruúrvalið hjá A4 með ágætis móti í vefversluninni
Mæli með að fylgjast með þeim á Facebook, sérstaklega ef þið viljið sjá hvað kemur fjölbreytt útkoma frá þeim 10 bloggurum sem taka þátt en þeim er endurpóstað þar inni, sjá HÉR

15109397_10210434367868836_5834591817334779768_n

Vonandi að einhver hafi haft gaman af – ég hafði í það minnsta ofsalega gaman af þessu dútli og þakka A4 fyrir að fá að vera með.

Jól-ish kveðjur,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook