Ég hlakka svo til….

vorsins og sumarsins!!

Í tilefni þess ákvað ég að gera smá markmiða lista fjölskyldunnar fyrir þessa dásamlegu árstíðir. Ég ætla svo að reyna að muna eftir því að gera þetta aftur í haust með vetrar skemmtun í huga því sumarið er jú ekki eini skemmtilegi tími ársins!

www.fifurogfidur.com

Við matarborðið í síðustu viku spurði ég Kríu hvað hana langaði að gera í sumar og það kom mér á óvart hvað hún kom með dásamlega margar og skemmtilegar hugmyndir flestar mjög hógværar, ætla að deila nokkrum með ykkur.

Lesa bók úti
Gefa ormunum að borða í holu… veit ekki með þetta… en svo kom
Tína orma
Veiða fisk (já þá með ormunum) hún ætlar að fita þá, tína þá og nota þá.
Fara í lautarferð
Fara á ströndina (æjjj svo sætt að kalla fjöruna á Íslandi strönd finnst þér ekki)
Finna krabba
Fara á hestbak
Fara í útilegu
Fara í göngurtúr í einhverja sundlaug (lengra en Vesturbæjar geri ég ráð fyrir)
Hjóla á bókasafnið
Sulla í læknum í bústaðnum
Fara á listasafn

www.fifurogfidur.com

Kría nefndi margt sem mig langaði að gera en viljiði sjá nokkur af mínum lista líka….?

Læra að gera blómsveig (var of mikill gaur í æsku til að læra það var í löggu og bófa)
Taka myndir af Fífum (Hrafnafífu) og fiðri (eða fuglum þá helst Kríum)
Fara í tjaldferðalag í Flatey
Fara í sveitabrúðkaup
Tína villt blóm í vasa í hverri viku
Ferð í Viðey
Fara í fjallgöngu
Fara á hestbak
Dvelja í ró í sumarbústaðnum
Fara í fjöru og vitaferð á Skagann

www.fifurogfidur.com

Það er alls ekkert alltaf eitthvað plan og fart á okkur en alltaf gott að setja sér markmið og finna hluti til að hlakka til saman.

Svo var ferlega fyndið að þegar ég var búin að rita þetta þá sá ég tvo blogg pósta frá Samveru um nákvæmlega þessa hluti – mæli með að kíkja á þá sjá hér og hér

Ég stefni á að byrja sumarið okkar útí Gróttu á fimmtudaginn – en þar verður fjölskylduhátíð mili 14 og 16 í tilefni Sumardagsins Fyrsta. Fengu allir auglýsingu um það í pósti eða bara við hér í Vesturbæ?

Mæli með að skella í svona lista og fá í orði hvað öllum (málga) fjölskyldumeðlimum langar að gera hvort sem er að sumri eða vetri.

Sól í hjarta

Fífur og Fiður á Facebook

3 Comments

  1. Sæl Þórlaug,

    Frábær listi sem þú ert búin að búa til fyrir sumarið. Gaman að hafa eitthvað til að hlakka til. Takk fyrir að benda á heimasíðuna mína samvera.is

    Kærleikskveðja,

    Sigríður Arna

    • Takk fyrir innlitið Sigríður Arna, ég skoða Samvera.is mjög reglulega – takk fyrir skemmtilega síðu. Skjáumst :)

Comments are closed.