Eigulegur kaffikorgur – Kaffee Form

og þar með gullin gjöf fyrir áhugamenn um kaffi sem og fagurkera alla. Bóndadags gjöfin í ár voru tveir Kaffee Form bollar. Lesið meira ef þið eruð forvitin um hvað það nákvæmlega er.

Svona til að byrja með hvað haldið þið kaffidrykkja jarðarbúa skilji eftir sig mörg tonn af korg á ári? Þau eru ansi mörg svo mikið er víst… hér á þessu heimili leggjum við í það minnsta vel að mörkum og það í kílóa vís. Margir endurnýta korginn auðvitað – í líkamsskrúbb, í beðið, í moltu, að sjúska húsgögn þið vitið, allskonar.

Þýskum snillingi frá Berlín, Herr Müller, datt hinsvegar í hug á háskóla göngu sinni að gera eitthvað sem endist úr öllum þessum kaffikorg og eftir 6 ára þróunarferli og mis vel heppnaðar og endingagóðar útgáfur leit loka afurðin dagsins ljós árið 2015….

Kaffibolli og undirskál sem ber nafnið Kaffee Form!

www.fifurogfidur.com - kaffee form

Bollinn er Espresso bolli þó svo að maður sjái æðimargar myndir af cappucchino í slíkum bollum – við prófuðum það auðvitað líka og það með Baileys útí! Bollarnir koma í þessum skemmtilegu umbúðum en hver bolli hefur sitt númer – litlu atrðin.

www.fifurogfidur.com - kaffee form

Á einum góðum laugardegi náum við skötuhjúin að safna korg í einn bolla með undirskál en það þarf korg af gerð ca. 6 espresso bolla. Hér á myndinni má sjá korg úr tvöföldum espresso en ef ágiskun mín er rétt þá myndi þetta magn vera þrefaldað í gerð þessa setts.

www.fifurogfidur.com - kaffee form

Korgurinn er pressaður ásamt sellulósa, jurtatrefjum og biopolymer og úr verður endingagóður, fisléttur og nær óbrjótanlegur bolli sem þolir uppþvottavél. Þess að auki er þessi þýska afurð og framleiðsla BPA/BPS laus með öllu. Ég væri held ég bara til í matarstell úr þessu!

www.fifurogfidur.com - kaffee form

Hvert stykki hefur sitt munstur eðli málsins samkvæmt – sjáið þið einhyrninginn?

www.fifurogfidur.com - kaffee form

Þessa snilld má fá í netversluninni Pokahorninu ásamt fleiri skemmtilegum vörum mæli með að kíkja þar við – og ekkert bara kaffiunnendur kennir fleiri grasa þar. Ekki að það skipti neinu máli – en ég keypti bollann fullu verði.

www.fifurogfidur.com - kaffee form

Einnig má lesa meira og sjá fleiri myndir á vef framleiðandans hér

Hlakka til að vakna í fyrramálið og gæða mér á kaffi úr kaffi!

Kaffi-kveðjur inní helgina
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook