Ein ég sit og sauma….

Nei grín, mamma er með mér því ég kann ekki einusinni að falda!

2015 er sauma árið mikla, ég finn það á mér! Ég fékk sumsé rosa flotta saumavél í þrítugs afmælisgjöf frá fjölskyldum okkar og aðalfólkinu mínu en það var efst á óskalistanum þar sem mér fannst nauðsynlegt að eiga maskínu til að teljast fullorðin. Að læra að sauma í það minnsta

Núna 2 árum síðar settist ég í fyrsta sinn og gerði eitthvað meira en æfingarsporin sem ég gerði daginn sem ég fékk vélina, svo hrædd er ég við tryllitækið! Viti menn, það er bara hægt að ganga í náttbuxunum sem ég stytti og mér hefur vaxið ásmegin.2015/01/img_0642.jpgNú er komið að næsta æfingastykki og auðvitað sný ég mér að vini mínum Pinterest, sumir myndu jafnvel kalla hann elskhuga minn.

Hér eru nokkrir af hlutunum sem mig langar að brasa við að tjasla saman, ég fékk þessar myndir lánaðar af Pinterest borðunum mínum en þar má finna linka inná þær allar.
Ætli þetta verði svona “svona átti þetta að vera… svona endaði þetta” Já líklega til að byrja með en æfingin skapar meistarann!!

Fyrir heimilið <3

2015/01/img_0656.jpg

 

 

 

Svo brilliant að geta gert fallegar heimagerðar gjafir!

2015/01/img_0657.jpg

 

 

Stelpurnar mínar eru kannski helsta hvatningin í því að læra að sauma – langar svo að geta galdrað fram falleg en einföld föt á þær – pils, kjóla, kósý buxur og tala nú ekki um skemmtilega búninga eftir pöntunum.2015/01/img_0660.jpg

 

Nú er mál að hefjast handa

Verð að þjóta!

 

Fífur og Fiður á Facebook

2 Comments

  1. January 14

    það er svo gaman að sauma, serstaklega fyrir börnin :) hlakka til að fylgjast með.

  2. Ásta B
    January 14

    Stór áfangi að stytta fyrstu buxurnar! Það er búið að pantar rauðhettuslá hérna megin, þarf einmitt að taka saumavélina fram! (á árinu auðvitað) Góða skemmtun að sauma í dag :)

Comments are closed.