Einhyrninga/Regnboga afmæli

Litlan mín – greyið litla er bæði barn númer 2 og á afmæli um hásumar – á sólstöðum meira að segja en akkúrat þá er plan perrinn í mér í gjörsamlegu lágmarki. Í lok júní fluttum við þar að auki svo afmælisveisla var ekki alveg á dagskrá hjá okkur. Heppin við (og hún) að hún er bara 2 ára.

2 ár frá dásamlegri heimafæðingu og þessi ótrúlega sterki karakter kom syndandi í fang okkar heima í stofu.

Fædd heima

Hún þessi risastóra en agnarlitla dásemd rukkaði okkur hinsvegar statt og stöðugt um “Haffía á Ammli” sem hún hætti svo þegar afmælisveislan hafði verið haldin í ágúst lok.

Tveggja - mynda veggur. Fífur og Fiður

Þemað var sumsé einhyrninga/regnboga/ís þema. Ég sé algjört samhengi í þessum þremur hlutum því allir vita jú að einhyrningar kúka regnboga ís… ekki satt? Svo skemmtilega vildi til daginn fyrir afmæli þegar undirbúningur stóð yfir að við sáum þennan fallega regnboga <3 photo-27-08-2016-19-28-27

Hér má sjá þær fáu og eiginlega bara lélegu myndir af veitingum og og þeim litlu skreytingum sem framkvæmdar voru þó hugmyndirnar hefði ekki vantað!

Planið byrjaði að einhverju viti heilum tveimur dögum fyrir afmæli sem er sérlega af mér að vera. Pælingar með kökuna og regnbogann á henni var ca. svona fyrst + sykurpúðar sem ský. Einfalt.

photo-23-08-2016-21-44-16

Varð, í ofvöxnu kökugerðar egói mínu sem rýnmar EKKI við hæfileika mína…. svona:

photo-28-08-2016-15-32-13

Rammskakkur og risastór regnbogi… þetta er góða hliðin fólk. Hún smakkaðist alveg ágætlega og ég varð reynslunni ríkari.

Regnboga afmæliskaka Rainbow birthday cake fifurogfidur.com

Vatn með klaka, jarðaberjum og bláberjum varð vinsælasti drykkur afmælisins!

photo-28-08-2016-15-29-20

Regnboga ávextir og grænmeti. Blöðrurnar föndraði ég úr kartoni og gasblöðrum með sílíkon hún og planið var að þær yrðu svífandi yfir veisluborðinu. Það gekk ekki alveg þar sem kartonið var of þungt en hugmyndin var skemmtileg.
PS. ekki blása Söstrene Grene blöðrur upp deginum áður svona til öryggis.

photo-28-08-2016-15-31-36

Þarna fyrir ofan má líka sjá rice crispies ísinn á hvolfi. Ég var að leita að flatbotna ísformum en fann ekki í þeim 8 verslunum sem ég heimsótti á öðru hundraðinu. Þetta virkaði fínt og svo má nota kassann af formunum í svona statíf.

photo-28-08-2016-20-52-52

Einhyrningur á skýi kaka. Uppáhalds tertan mín sem hún mamma elskuleg var svo væn að gera. Kornfleks marengs kaka með ananas í rjómanum.. nömm nú langar mig í hana.

photo-28-08-2016-15-31-44

Regnboga pönnsur lagðar á eitthvað kringlótt = regnbogi! (líka elsku besta mamma, takk)

photo-28-08-2016-15-31-40

Ísbarinn og einhyrnings horn (skinkuhorn í boði tengdó, takk elsku þú)
Melónu ísinn var sérlega vinsæll – vinsælli en hinn raunverulegi ís meira að segja. Verður notað aftur!

photo-28-08-2016-15-31-50

Ananasinn skreytti veitingaborðið voða fínt – planið var að hafa neon lit á blöðunum en ég átti það svo ekki til. Gull varð það því í þetta sinn. Finnst ananas æði í skreytingar.

photo-28-08-2016-19-25-44

Tiger sá um skreytingunA í stofunni en þessi fíni þema borði kostaði nokkra hundrað kalla. Hann fékk svo endurnýjun lífdaga í herbergi dömunnar sem er í smá biðstöðu og vantaði því veggskraut!

photo-09-10-2016-19-50-45

Þar hef ég það – bloggpósturinn sem ég er búin að langa að gera en ekki finnast ég hafa nógu fínt efni. Lexía fyrir mig.. það þarf ekkert allt að vera flugeldasýning og ALLS ekki að vera fullkomið.

Vona að einhverjir hafi haft gagn og gaman af og ef einhverjar spurningar vakna þá endilega að spyrja.

Gleðilegar sumarsólstöður ;)

Þ

Fífur og Fiður á Facebook