Frozen afmæli Veitingarnar

Þá er komið að veikari hlið minni – veitingum. Ég er samt ánægð með útkomuna þó þetta sé nú ekkert á við þetta gordjös köku afmæli. Það að vera ekki sterkur í bakstri og eldamennsku almennt rekur mann útí að finna aðrar veitingar og afþví ég er pínu afmælis klikk… þematengdar veitingar.

Nokkrir hlutir náðust ekki á filmu, til að mynda frozen ostabakkinn (hvítmygluostar eru jú hvitir sem snjór;)) Grænmetisbakkinn með ídýfu (bráðnuðum Ólaf) og frosin vínber. Litlu sykurpúðarnir á borðinu (snjór) náðust varla á mynd heldur vegna lítilla sykurpúða elskandi krútta.

En nú að því sem náðist á mynd þó naumlega væri, hér má ef vel er að gáð sjá litlar hendur læðast inná borðið:

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Og fyrst við erum byrjuð að tala um það sem hendurnar eru að laumast í – Jello öðrum orðum Ólafur að sumri.

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Mér finnst hann sérlega skemmtilegur. Það er til fígúra í Toys r’us á um þúsund krónur (á tilboði) sem syngur, er með hatt og kokteil sem væri geggjaður þarna ofaní til að mynda, við notuðum okkar í annað.

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Í bakgrunn hjá Ólaf sjáið þið svo þessa sykursætu – sívinsælu – sykurpúða. Dýft í súkkulaði, annarsvegar hvítt og hinsvegar hvítt með dropa af bláum súkkulaði matarlit, með mismunandi kökuskrauti. Ef þetta lífgar ekki uppá hvaða partý sem er þá veit ég ekki hvað!

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Svo skelltum við skyrköku í glös – upphaflega pælingin var að hafa það blátt – en svo kom þetta bara flott út… snjór er jú hvítur.. Uppskriftina sem er vandræðilega einföld en jafnframt góð má finna hér Hefði átt að skella umfram súkkulaði frostrósunum sem ég hafði gert á þetta til fullkomnunar nú eða bláberi ef askjan hefði ekki kostað HANDLEGG!

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Hreindýarahorn í krukku einhver – saltkringlur eru alltaf vinsælar

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Ískex með súkkulaði – einfalt og gott – og mjög vinsælt. Skemmtilegt með þetta líka er að krakkarnir geta vel aðstoðað við gerð þessa ef áhugi er fyrir hendi.

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Frosin hjörtu – maður er aldrei með nægilega mikið af jarðaberjum held ég.

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Er ekki talað um augað í hvirfilbyl? Jú þetta er líklega einmitt það hjá þeim systrum. Á meðan veitingar voru töfraðar fram var stóra að mata litlu með poppi sem er svo send eftir meiru og segir babababooo með miklum móð

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Hér er ég að búa til gulrætur með súkkulaðitúpu frá Allt í köku – gavöð hvað ég elska þá búð! Augun ætlaði ég upprunalega að gera sjálf en 3 flensum og lungnabólgu síðar þurfti að fara styttri leiðir að ýmsu. Augun keypti ég því tilbúin í sömu búð

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Þau fóru svo í ídýfuna OG ísinn í ísbarnum. Tilvalið að nota gamla ísinn frá Vesturbæjarís í svona þar sem hann endist svo lengi kaldur. Ég ætlaði að setja klaka ofaní skálina en gleymdi því svo en það var bara alveg í lagi

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Elskidda!!

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Þarna sést svo glitta í nokkra hluti sem náðust ekki á sér mynd, pönnsurnar hennar mömmu – ekki afmæli án þeirra, nokkrar bláar þarna í bakgrunn. Held ég hafi lesið mjög svo áreiðanlega rannsókn um að matarlitur sé í raun mjög hollur fyrir okkur… ekki? Fyrir miðju eru svo ljúffengu hornin frá henni tengdamömmu. Hvar væri maður án þessara kvenna… tja allavega ekki hér!

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Tvífararnir – sjá þetta barn okkar!

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Og þá er sumsé komið að því, KAKAN…..

Ég er svoldið svona þegar ég er að gera eitthvað nýtt í eldamennsku/bakstri… hefðuð átt að sjá mig með óyfirstíganlegan kalkún í eldhúsinu mínu (og ekki eins og það væru ekki tveir snjallir einstaklingar þar með mér)!

Og já ég er alltaf í náttbuxum ef þú varst að velta því fyrir þér:

Frozen afmæli - dúkkukaka fyrir hamfarakokka

Svipur með okkur? Smá útúrdúr en þetta litla skræmsl og kórónan hennar þurftu bara að fá að vera með!

www.fifurogfidur.com - Fimm ára Frozen afmæli

Ok kakan – áfram með smjörið – það var sko nóóóg af því! Þetta er sumsé í fyrsta sinn sem ég geri afmælisköku í þema – hef pantað með mynd frá Myllunni síðustu ár. Þar sem ég kann ekkert á sykurmassa var smjörkrem bara rosa fágað að mínu mati!

Sjáiði hvað ég er einbeitt! Hvítt smjörkrem á milli laga í kökunni, hvítt “crumble coat” utaná – inní ískáp í hálftíma eða svo – og svo bara smyrja ytra laginu á – setja selló á dúkkuna og ýta henni ofaní. Svo skal skreyta að vild.

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Æjj mér þykir voða vænt um hana þó hún sé langt því frá að vera meistaraverk. Búið að pota svoldið í hana og svona líka, allt eins og það á að vera.

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Litla ljósið blæs á ljósið eftir magnaðan sögn gesta – held að engir veislugestir bara aldrei – séu jafn tónvissir og okkar gestir. Ótrúlega skemmtileg stund

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Hún átti svo smá Dexter moment greyið síðar um kvöldið…

IMG_5846

Þessi var svo alsæl með þetta alltsaman og þar með er tilgangnum náð

Frozen afmæli - veitingar - www.fifurogfidur.com

Nú ef þú ert ekki búin að fá nóg eftir þennan frekar langa póst þá geturu kíkt á póstinn um undirbúninginn nú og auðvitað Frozen skreytinga póstinn

Next up í afmælis bransanum – einhyrninga afmæli í Júní

Og þannig var nú það! Vona að einhverjir hafi gagn og gaman af þessu – any questions?

Þíðar kveðjur,
Þ

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

  1. Eva Hrund
    March 13

    mikið er gaman að lesa um afmælið hennar Kriu, þetta var svo flott hjá ykkur og frábært að lesa um undirbúninginn því það eru mörg handtök og miklar pælingar á bakvið svona þemaafmæli…..Agnes mín er svolítið mikið að sletta enskunni þessa dagana og hún sagði við mig í afmælinu hennar Kríu ,,mamma þetta er svona The birthday I never had” …..sem er þvílíkt hrós til ykkar því allir elska svona töfraheim sem afmælin hjá ykkur eru. Hlakka til næstu afmæla kæra Þórlaug

Comments are closed.