Fingrafara fígúru gjafamerkimiðar

Í aðventudagatali okkar fjölskyldunnar í dag var að fara á bókasafnið eftir leiksskóla en þar sem það er ekki í boði að smita alla sem hafa unun af bókum af hlaupabólu þurfti mamman að spinna upp eitthvað á staðnum þegar miðinn var lesinn. Mamman fann upp á því að útbúa fingrafara fígúru gjafamerkimiða fyrir jólapakkana – svona í svipuðum dúr og þessi krút sem við mæðgurnar gerðum í vor

Úr varð góð dund stund þó móðirin hafi að mestu séð um gerð merkimiðanna en daman málaði mynd

Ég á alltaf svolítið af einlitum gjafamerkimiðum úr TIGER og Söstrene Grene – því það er eitthvað sem veitir mér öryggis tilfinningu.. hvað get ég sagt. Málning er svo staðalbúnaður með barn á heimilinu svo ég var komin með allt sem til þarf í fingrafarafígúrugjafamerkimið (allt á einum andardrætti)

Fyrst eru það Hreindýra gaurarnir – möguleikarnir á útgáfum eru endless

fifurogfidur.com - fingrafara jólamiðar - fingerprint christmas tags

fifurogfidur.com - fingrafara jólamiðar - fingerprint christmas tags

Nokkrir einfaldir jólakúlu miðar fengu að fljóta með, pastel kúlu krútt.

fifurogfidur.com - fingrafara jólamiðar - fingerprint christmas tags

Snjóför – Finnst þessir dáldið skemmtilegir

fifurogfidur.com - fingrafara jólamiðar - fingerprint christmas tags

Sería af seríum gæti verið í bígerð..

fifurogfidur.com - fingrafara jólamiðar - fingerprint christmas tags

Meira af svona krúttum verður líklega gert líka – þessir eru merktir ákveðnum manneskjum :)

fifurogfidur.com - fingrafara jólamiðar - fingerprint christmas tags

Mæli með svona barnslegri gleði og pennastrikum fyrir börn á öllum aldri

Thumbs up,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook