Fljótlegt og Ódýrt Fix á Hvítum Flísum

Við kaup á íbúð þarf oft að velja hvað skal taka í gegn og hvað má og eða þarf að bíða. 

Hjá okkur er baðherbergið ofarlega á lista en ekki á fjárframlögum þessa árs. Flísarnar eru hinsvegar ansi hreint götóttar og oft inná miðjum flísum eftir hinar ýmsu hirslur í gegnum árin. 

Lánið er þó með okkur þar sem flísarnar eru hvítar sem þýðir að við getum gert ódýra millibils lausn. 

Lausnin felst einfaldlega í að sprauta akrýl kítti í götin og jafna með kíttispaða

Fyrir

image

Eftir

image

Stuttur og laggóður póstur og ekkert nýtt undir sólinni en hjálpar kannski einhverjum með svissneskar osta flísar eins og okkar

Þ

Fífur og Fiður á Facebook