Frú Panda Lampi – IKEA Hack

Jájújú barna herbergin eru jú tvö á þessu heimili þó svo að til þessa hafi mér nú bara tekist að gera annað þeirra huggulegt. Hitt barnið skildi því líka fá lampa. Ég er svo blússandi ánægð með Fado Tungl lampann sem ég föndraði um daginn að ég ákvað að prófa að leika mér meira með Fado enda á dásamlegu verði. Úr varð frú Panda lampi. Förum yfir þetta.

www.fifurogfidur.com Panda lampi - Ikea Hack Panda lamp

Framkvæmdin var einföld það sem til þarf er:

Svartur varanlegur tússpenni
Felt efni fyrir eyru
Superglue
Bleik málning fyrir kinnar
Svampur eða pensill til gerðar kinna

www.fifurogfidur.com Panda lampi - Ikea Hack Panda lamp

Ég klippti til blað til að finna út stærðina á eyrunum og sirka lagið á þeim. Klippti því næst klippti ég feltið út og klippti ögn uppí það að neðan til að það yrði þægilegra að vinna móta það.

www.fifurogfidur.com Panda lampi - Ikea Hack Panda lamp

Ég gerði 75 prufu augu og nef á blað áður en ég ákvað hvernig ég vildi hafa þetta, ákvað að endingu að hafa þetta nægilega einfalt bara. Ég notaði síðan töflutúss til þess að finna út hvernig ég vildi hafa augu og nef og gerði svo línu í kringum það með varanlega tússinum og strokaði hitt út.

Kinnarnar voru dúmpaðar á með svampi eins og á Hr. Tungli

www.fifurogfidur.com Panda lampi - Ikea Hack Panda lamp

Ég var að velta því fyrir mér að gera annaðhvort augasteina eða sofandi augnlok á hana en ákvað að sofa á því og ég held ég haldi því bara áfram – það getur vel verið að ég breyti henni einn daginn en í bili er ég mjög skotin í henni eins og hún er.

www.fifurogfidur.com Panda lampi - Ikea Hack Panda lamp

Lampinn sem verður inni hjá þeirri yngri verður væntanlega límdur niður á stað sem hún nær ekki í til að koma í veg fyrir brotinn glerkúpul enda barnið á við 5 hamfarir suma daga, hvatvísin er slík.

Er þetta ekki eitthvað?

<3

Fífur og Fiður á Facebook