Gæðastundirnar

Alltof oft stend ég sjálfa mig að því að segja “ekki núna, ég þarf að……” við þessa 4 ára. Auðvitað getur maður ekki alltaf haft ofan af fyrir börnunum en stundum held ég að þetta sé bara komið upp í vana og maður þarf bara að stoppa sig af í að hafa alltaf eitthvað annað að gera því nóg er af verkefnunum. Oft eigum við þó gæðastundir saman en ein tegund slíkra stunda er að spila.

Við eigum nokkur skemmtileg spil úr búðinni Spilavinir en ég mæli með því að allir kíki þangað ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Ótrúlegt magn skemmtilegra spila fyrir alla aldurshópa og rúsínan í pylsuendanum – þér er kennt á spilið og getur fengið að prófa í búðinni.

Möndlugjöfin hjá tengdaforeldrum mínum í fyrra var spil sem heitir Too Many Monkeys, það er sagt vera fyrir 6 ára og eldri en mín 4 ára ræður alveg við það núna með smá aðstoð og verður klárari við hvert spil.

www.fifurogfidur.com - Spilavinir

Spilið gengur í stuttu máli útá það að ná að snúa öllum 6 spilunum sem lögð eru fyrir framan mann þannig að apar í talnaröðinni 1 – 6 brosi við manni. Á þeirri vegferð að ná þessu takmarki reyna ýmsir að hnekkja á manni, bæði spil og leikmenn.

www.fifurogfidur.com - Spilavinir

Þegar sá fyrsti er kominn með öll 6 upp í loft þá er fyrstu umferð lokið, spilunum er safnað saman og næsta umferð lögð en þá er þeim sem “vann” gefið einu færra spil í borðið en hinir halda áfram með óbreyttan fjölda í borði. Að endingu er einhver með 1 spil í borði og spennan er mikil, það er nefnilega ekkert auðveldara að vera með fá spil í borði.

www.fifurogfidur.com - Spilavinir

Svo er bara að takast á við verkefnið að kenna börnunum að vera ekki tapsár og samgleðjast, það er vert verkefni en sumir komast víst aldrei uppúr því skeiði :)

Ég er ekki á neinum díl hjá Spilavinum en mæli sko með möndlu og jólagjafa kaupum þarna!

Njótum

Þ

Fífur og Fiður á Facebook