Glimmer snjó málning

Hlaupabólan mætt í hús hjá þeirri eldri og þá er reynt að finna eitthvað til dundurs svo augu barnsins verði ekki skjálaga þó auðvitað megi kósýa með sjónvarpinu í og með. Þessi viðleitni móðurinnar leggst misvel í mannskapinn en hún heldur samt áfram. Í dag var það glimmrandi snjó málning. Glimmer snjómálningu er einfalt að gera.

Innihald:

Rakfroða af ódýrustu sort
Hvítt föndurlím (til dæmis úr TIGER)
Glimmer í þeim lit sem óskað er af litlu manneskjunni
2 dropar af piparmyntu ilmolíu – smá jólanammi ilmur. Má sleppa en þetta kemur í

Aðferð:

Ég skellti líminu og rakfroðunni inní ískáp í 2 tíma eða svo, las einhversstaðar að það væri ráð en veit þó ekki afhverju.
Jafnt hlutfall af lími og raksápu sagði uppskriftin en ég veit ekki hvernig sú mæling ætti að vera vísindaleg. Við settum mun meira rúmmál af raksápu þar sem formið á þessum tveimur efnum er jú mjög ólíkt.

www.fifurogfidur.com - snjó málning

Svo er bara að skella glimmeri af ósk útí – ég notaði mikið enda mikill glimmer gemsi á heimilinu.

www.fifurogfidur.com - snjó málning

Glimmer gellan mín, hlaupabólan var öll útsett glimmeri. Dásamlegt!

www.fifurogfidur.com - snjó málning

Svo er bara að mála – um að gera að hvetja yngri tegundir af metnaðarfullum einstaklingum að halda myndefninu einföldu. Metnaðurinn hjá minni að gera klær á jólaköttinn settu allt í uppnám. Það getur tekið á að barnið manns hafi erft fullkomnunar áráttuna frá manni, karma myndi einhver segja :)

www.fifurogfidur.com - snjó málning

Svo má klippa út pappa og leggja ofaná – en hann límist fastur enda er þetta að helmingi lím. Jólaköttur dömunnar er ansi hreint flottur þykir mér og dömunni þótti það líka eftir að mamman hafði hent svörtum pappa í andlit kattarins… Já krakkar mínir föndur er ekkert alltaf sú ljúfa stund sem lagt er upp með á þessu heimili.

www.fifurogfidur.com - snjó málning

Þegar þetta þornar verður þetta mjúkt viðkomu því um að gera að hafa málninguna þykka og leyfa svo pot á eftir. Tilvalið fyrir skilningavit litla fólksins (e. sensory play)

Ég prófaði að geyma afganginn af froðunni í vel loftþéttu boxi og það virkaði fínt í þessa klukkutíma sem við tókum í pásu svo leikar gætu haldið áfram. Ég bætti við ögn af rakfroðu til að gera þetta meðfærilegra á ný. Í þeirri atrennu varð þessi töffari til – svona samvinnu verkefni.

www.fifurogfidur.com - snjó málning

Snjór inni, snjór úti,
Snjór í hjarta, snjór í sinni

Var það ekki þannig?

Þ

Fífur og Fiður á Facebook