HEIMA: Í VINNSLU

Heima er þar sem hjartað býr – ég er með sérlega stórt heimahjarta og finnst fátt notalegra en að snúast í hringi í kringum sjálfa mig einmitt þar, heima.

Við fjölskyldan festum kaup á íbúð í haust eftir nokkur ár á leigumarkaðnum og aðeins of marga flutninga og erum hægt og bítandi að koma okkur fyrir. Ferlið tekur mögulega ögn lengri tíma þar sem við erum að vinna með það sem við áttum fyrir og ekki að kosta miklu til. Okkur langar þó að gera ótal hluti en þeir bíða betri tíma.

Við eigum enn mikið eftir en mig langaði að taka stöðuna eins og hún er núna – aðalega fyrir mig að eiga en það hefur kannski einhver annar gaman af þessu líka – þá er það plús.

Hér erum við í stóru og rúmgóðu forstofunni/holinu. Þetta ljós settum við nýverið upp en þetta er ca 40 ára gamall ljósa hundur frá tengdapabba. Snúruna fengum við í Kópavoginum í ljósverslun þar og ákváðum að setja hana í talíu en hana fengum við í Bauhaus og máluðum hana. Þarna sést svo inní stofuna.

www.fifurogfidur.com Heima

Ég fæ ekki nóg af þessum demanti – finnst það alveg tímalaust. Blóma plakatið fengum við uppá Skaga hjá Kristbjörgu en á því er Hrafnafífan fagra – fannst það svo einstakt að rekast á það og sérleg prýði líka.

www.fifurogfidur.com Heima

Áfram inní stofuna/borðstofuna en þar borðum við þar sem við völdum að hafa ekki borðkrók í eldhúsinu.
Við erum að hanna ljósið yfir borðstofuborðið – sýni ykkur það þegar það er komið upp og ég er ekki einusinni komin í gardínupælingar EF þær verða einhverjar…

www.fifurogfidur.com Heima

Við vorum að enda við að koma hvíta skápnum fyrir en ég ætla svo að mála hann eftir áramót og hugsa að fallegi Artissimo liturinn frá MMSmilkpaint sem Stína hjá Skreytum hús er með umboð fyrir hér á landi verði fyrir valinu. Ég mæli með að kíkja á hana þetta er dásamleg málning að vinna með – sjá HÉR (klikka)

www.svomargtfallegt.is

Ég er miklu sáttari með þetta núna en áður var glerskápur sem var ögn of lítill fyrir plássið. Nú vantar bara plakat í ramma eða á slá þarna ofaná.

www.fifurogfidur.com Heima

Ó hvað mig er farið að langa að setja eitthvað á veggina hjá okkur. Það fer að koma að því.

Þennan skenk hér að neðan, sem er í raun bráðabirgðar lausn þar til drauma skenkurinn hoppar í fangið á okkur, bæsaði ég einmitt með umræddri Miss Mustardseed Milkpaint, Typewriter litnum. Á eftir að ákveða hvort mig langi að fara aðra umferða og olíubera finnst hanns skemmtilegur svona hrár líka.
Þessi veggur fær svo fallegan lit á næstu misserum – hvern er ekki ákveðið..

www.fifurogfidur.com Heima

Ef við förum aftur fram í forstofu og horfum til vinstri í stað hægri inní stofu og horfum við inní eldhúsið sem er þetta týpíska blokkar eldhús – þröngt og ætlað fyrir borðkrók við endann.
Við erum búin að gera talsvert af litlum hlutum til að flikka uppá það en ég lista það betur upp í sér pósti á næstunni. Við erum þó ekki búin, eigum eftir að finna flísar og ákveða hvað við gerum með litinn á innréttingunni.

www.fifurogfidur.com Heima

Hurðakarmurinn… já það er saga.. opið inní eldhús var sumsé bogi sem ég var ekki að fíla alveg nógu vel, fannst hann þrengja að nú þegar þröngu eldhúsi. Síðan eru liðnir 5 mánuðir. ho ho ho.

Smáhlutahillan úr Söstrene Grene var ekki lengi að fljúga uppá vegg þegar hún kom í hús í gær. Mig langaði í eitthvað hringlaga til að brjóta upp kassalaga formið í forstofunni. Og já forstofan er hraunuð… það hlýtur að fara að komast í tísku aftur… no..? ;)

www.fifurogfidur.com Heima

Á meðan….blákaldur veruleikinn… herbergið hennar litlu minnar er enn í hönnunarferli – ég hlakka ofsalega mikið til þess að losna við rimlarúmið… á meðan ég vil hafa hana í “búrinu” eins lengi og hægt er. Þetta er næst á dagskrá

www.fifurogfidur.com Heima

Hér er annað óklárað verk en þó ekki í sama dúr og litlu. Eldri ELSKAR tekk kommóðuna en í henni er snyrtiborð og spegill. Kojan var fyrir og var sölupunktur fyrir búferlaflutningana.

www.fifurogfidur.com Heima

Þessi skápur sem ég elska þarf að víkja fyrir einhverju nettara og hærra… Hann væri ÆÐI sem svona kjóla skápur fyrir litla hnátu sem á stærra herbergi eftir eitt stykki málningu. Ef þið vitið um einhvern sem gæti notað hann þá bendið þið þeim á mig.

www.fifurogfidur.com Heima

Þetta herbergi sem er gegnt innganginum og er hurðarlaust hefur orðið fínt 76 sinnum síðan við fluttum inn… og endar mjög reglulega eins og fórnarlamb hvirfilbyls. Það fékk nýtt húsgagn í vikunni en áður var hvíti skenkurinn hér. Í framhaldi af skápnum ætlum við svo að setja vegghillur í svipuðum stíl og skápurinn fyrir bækur og auðvitað smá punt.

www.fifurogfidur.com Heima

Hjónaherbergið okkar hjónaleysanna er ekki til umræðu… slíkt er ástandið.

Stundum finnst mér vanta þónokkra tíma í sólarhringinn til að ná heimilinu í það horf sem mig langar… og tölum nú ekki um að halda því öllu fínu á sama tíma… hvernig gerir fólk það almennt…??

Okkur líður allavega ofsalega vel hérna og höfum frjálsar hendur til að gera það sem við viljum – forréttinda fólk.

Ég ætla að gera fyrir og eftir eldhúsbreytingar – hálfleikur póst á næstu misserum en þar reyndum við að gera sem mest með sem minnst en þónokkrar hugmyndir um hvernig okkur langaði að hafa hlutina.

Þar til næst

Þ

Fífur og Fiður á Facebook