HEIMA á ný – Eldhúsdraumar

Já já hún er hér ennþá! Ætli ég sé ekki að fylgja “ef þú hefur ekkert gott að segja… slepptu því þá bara” reglunni minni. Milli þess sem ég vinn og brotlendi á sófanum gerist ekkert sérlega mikið þessa dagana annað en að sinna kjarnorku dætrum okkar hjónaleysanna. Það er kannski helst dagdraumar um framtíðar eldhúsið og heimilið í heild sinni komist að stökum sinnum.

Jú sjáiði til við erum að fara að flytja – no surprise there fyrir þá sem okkur þekkja – en í þetta sinn í síðasta sinn í bili því við erum að troða okkur inná fasteigna markaðinn á ný. Á meðan ég reyni að kæfa niður svartsýnis púkann og raunsæið við áhorfið á alla lána pappírana hoppa ég af gleði að vera komið með framtíðar HEIMA. Ekki allir svo lánsamir því miður.

Því að EIGA heima fylgir að maður má og nennir frekar að gera hluti til að gera að sínu en því fylgir líka að maður fær margar og (of) stórar/ótímabærar hugmyndir. Núna læt ég mig dagdreyma um að brjóta niður vegginn milli eldhús og stofu að mestu leiti og hafa opið rými.

Já Herra IKEA er bara með eldhús drauma minna þarna… bara sísvona!
Rýmið myndi þá líta sirka svona út (mínus hátt til lofts og það er stór gluggi þar sem bókaskápurinn er við hlið svalar hurðarinnar):

Draumaeldhús Fífur & Fiður

Ég held þó að við myndum sleppa efri skápunum á veggnum vinstra megin og hafa opnar hillur í þessum fíling:

www.fifurogfidur.com Drauma Eldhúsið

Eða svona:

www.fifurogfidur.com Drauma eldhúsið - opnar hillur

Og ég myndi líka vilja hafa steyptan vask

www.fifurogfidur.com Drauma eldhúsið

Við skulum ekkert fara útí grófu gólf efna draumana…. Það er gott að eiga drauma og markmið en í bili er ég skýjum ofar að vita hvar barnið mitt mun ganga í skóla eftir rúmt ár.

Við erum komin með ýmislegt annað á aðgerðalistann og þá ögn viðráðanlegri hluti. Hluti eins og að rífa niður einn vegg til að stækka stofuna, mála, setja filmur til hálfs í einn glugga, filma skáphurðar í herbergi og ýmislegt annað smálegt.

Kveðjur í bili,
Ein spennt kona

Fífur og Fiður á Facebook