Hinn fyrsti dans

Mig langar að deila með ykkur fallegheitum. Í þetta sinn eru fallegheitin ljósmyndir sem snillingarnir hjá Björkin ljósmæður settu saman úr ljósmyndum úr  heimfæðingum sem þær hafa verið partur af. 

Það er ekkert grafískt við þessa myndasýningu svo fólk getur alveg horft án þess að bligðunarkenndin hljóti hnekk, bara fegurð. Myndasýningin er pöruð við lag sem er svo fullkomið undir öllum fallegheitunum en hann Svavar Knútur á það, samdi og flytur. 

Sjáiði bara Fæðingardansinn

Englarnir okkar þarna hjá Björkinni sem voru til staðar fyrir okkur fyrir, á meðan og eftir drauma fæðingu yngri telpunnar okkar eru að fylgja hjarta sínu og köllun og vinna nú hörðum höndum að því að safna fyrir og opna fæðingarheimili. 

img_0759-1

Söfnunin fer fram á karolinafund og HÉR má lesa allt um verkefnið. Svo má líka sjá mig fara mörg hundruð kílómetra út fyrir þægindarammann í kynningarmyndbandinu þeirra með því einu að tala fyrir framan myndavél.

Þær hafa náð hógværu markmiði sínu en mig langar að sjá þær tvöfalda upphæðina þar sem ég veit að eftirspurnin á eftir að vera miklu meiri en þær þora að vona

Ef þú ert aflögufær þá vona ég að þú sjáir þér fært að styðja við bakið á þeim

Ef þetta myndband og verkefni gerir heiminn ekki aðeins fallegri þá veit ég ekki hvað gerir það!

Ást og friður

Þ

Fífur og Fiður á Facebook