Hr. Tungl Lampi DIY (Ikea Hack)

Engin þörf á að finna upp hjólið…. eða tunglið ef því er að skipta.

Ég er að dútla við að undirbúa 6 ára afmæli frumburðarins en tungl/geim þema var valið fyrir um 1,5 ári síðan (ein ekki með valkvíða móðurinnar :)) Í tungl hugleiðingunum kom Ikea hack inn í myndina, fundið á hr. Google.

Gjörningurinn var tiltölulega einfaldur en þú þarft:

Fado Ikea lampi (kúpull) (1850 kr)
Málningu (svarta/gráa og bleika)
Svartan tússpenna
Svamp

Tungl áferðinni er náð með því að dúmpa svartri eða grárri málningu innaná kúpulinn.

Kinnarnar gerði ég með hringlaga svamp utaná kúpulinn

Hr. Tungl www.fifurogfidur.com Mr. Moon

Augun og skeggið gerði ég svo úfrá kinnunum, prófaði fyrst með krítarpenna til að ná hlutföllum og staðsetningu ca jafnri. Strokaði það út og gerði að nýju með permanent marker.

Nokkrar freknur og voila

Hr. Tungl www.fifurogfidur.com Mr. Moon

Hann verður svo lampi í herbergi afmælisbarnsins að afmæli loknu :)

Kjút right?

Fífur og Fiður á Facebook