Hrekkjavöku pálínuboð

Hrekkjavakan náði mér, þó í mjög tónaðri mynd en verandi þema craze hlaut það að gerast.

Vinkonur mínar sem eiga allar börn á svipuðu reiki og ég hittumst í pálínuboði og úr varð ansi hreint skemmtilegt borðhald.

Köngulóarvefur úr saltstongum og hvítu súkkulaði og lakkrís köngulóafætur.

Notaðir Plástrar – ískex og súkkulaði

Mandarínur og paprikka í stað graskers. Paprikkan var að vísu hugsuð undir guacamole en ég gleymdi mér eitthvað.

Hulk / zombie fingur – vanilludeig einhverskonar. Mjög góðir og sérlega skemmtilegir 

Pulsur í kollrabba gervi – steinfellur fyrir börnum sem fullorðnum!

Graskers rice crispie… kláraðist hratt og örugglega og ég hjálpaði til við það 


Svo var líka að finna guacamole og flögur með því sem átti að fara við munn paprikunnar muniði, marshmallow draugaverksmiðju og köngulóarpopp.

Þetta en þó aðalega fólkið gerði góðan dag enn betri!

Hrollvekjandi kveðjur,

Þ

Fífur og Fiður á Facebook