Hugmyndir að samverustundum með börnum á Aðventunni

Ég elska Aðventuna – það er svo margt í boði, eitthvað fyrir alla myndi ég segja hvort sem er innan heimilisins eða utan þess.
Hér að neðan má finna sitthvað sem bralla má saman í mánuðinum en í guðanna bænum gerið það í ró og ekki taka þessu sem einhverju sem ÞARF að gera. Það þarf enginn að gera neitt – við veljum hvað hentar okkur og hvað við gerum.

Frítt

Gera góðverk – sjá póst um það HÉR

Lesa jóladagatals sögu eftir Sigrúnu Eldjárn sem Borgar bókasafnið stendur fyrir sjá HÉR

Fylgjast með Jólasveinum Grýlusonum jólaföndra með vinum Leikhópsins Lottu á Youtube og leika það eftir sjá HÉR Þetta er þriðja árið í röð sem þetta er í boði svo af nógu að taka.

Ganga um og dást af og njóta jólaljósanna, það má jafnvel skella þessu uppí kæruleysi og fara í Strætóferð svo allir geti glápt börnunum mínum þykir hið minnsta afar gaman í strætó. (það myndi jú kosta farmiðann)

Rölta um jólamarkaðinn á Elliðavatni og taka rölt í skóginum eftir það Rölt er ókeypis en þú þarft þó bíl.

Heimsókn á Þjóðminjasafnið að hitta gömlu sveinkana og syngja en frá 12. desember fram á Aðfangadag arka gömlu sveinkarnir prúðbúnir á Þjóðminjasafnið kl 11.
Kynnir syngur jólalög með viðstöddum og jólinn kemur svo og sprellar svolítið.
Þetta er öllum opið og kostar ekki neitt. Þið getið lesið meira um þetta HÉR

Pakka inn jólabókum sem til eru – verður allt svo skemmtilegt og spennandi innpakkað.

Ferð á Bókasafnið að næla sér í skemmtilegar bækur og jafnvel jólabækur. Bókasöfnin eru einnig mörg með mjög skemmtilega viðburði bæði um helgar og í miðri viku. Getið skoðað viðburði sem planaðir hafa verið HÉR

Heimsókn í Norræna hússins – þar er ýmislegt í boði en þið getið séð meira um það HÉR

Ekki frítt en ekki stór fjárútlát (vonandi fyrir flesta)

Gera jólapopp og horfa á jólamynd/teiknimynd – getið séð hvað ég meina með jólapoppi í leynivinaviku póstinum síðan í fyrra

Jólapoppp - www.fifurogfidur.com

Mála með snjómálningu – sjá leiðbeiningar HÉR

www.fifurogfidur.com - snjó málning

Gera jólamöndlur – getið fundið eina uppskrift af því HÉR en margar útgáfur til auðvitað.
Jiiisús að sjá þessa litlu konu

www.fifurogfidur.com - Jóla möndlu möns

Skreyta piparkökuhús – að sjálfsögðu á ég við búðarkeypt með mína bökunarhæfileika allt annað er plús.

IMG_5216

Baka jólatrés köku (kaka sem er í laginu eins og jólatré (skera botna til í þríhyrninga?)) og skreyta það með litadýrð.

Eftirfarandi felur í sér kostnað

Fara á Árbæjarsafnið á Sunnudögum og upplifa jólin eins og þau voru fyrir ekkert of löngu síðan. Föndur, sveinkar, laufabrauð, tólgarkerti og hangikjöt.
Leikfangaskemman er alltaf skemmtileg þó ég vildi óska þess að hún væri sjá/nintendo laus, þau fá nóg af því annarstaðar. Þetta er að þessu sinni einungis í boði 4. og 11. des svo um að gera að skella sér um helgina. Meira um það HÉR

Fara í Laugardags bíltúr í Skemmuna kaffihús á Hvanneyri – þetta umhverfi. Snjór væri frábært og þá ætti þotan að vera með í för. Mæli með vöfflunum hjá þeim en við fjölskyldan fórum þangað í sumar og skemmtum okkur konunglega.

IMG_7040

Jóla hestasýning í Fákaseli – þar má einnig gæða sér á jóla brunch og kíkja við á jólamarkaðnum sjá HÉR

Í ár er ég að velja að vera sem minnst á þeytingi og með lítið tilstand en hlakka svo sannarlega til að gera eitthvað af öllu þessu sem í boði er á næsta ári og búa til minningar.Ég óska þess ynnilega að þið getið notið Aðventunnar og samveru með þeim sem eru ykkur kærir með sem minnstu stressi og streitu.

Ef þú átt Aðventuhefð eða sniðugan viðburð til að deila með okkur endilega skildu eftir skilaboð hér að neðan.

Kærar kveðjur,

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook