Hugmyndir litlum góðverkum sem gleðja náungann

Aðventan flýgur áfram og allir hafa í nógu að snúast en þegar hraðinn er orðinn mikill geta litlu hlutirnir gleymst – ég á góða að sem mun eftir litlu hlutunum, ég er heppin en það eru ekki allir svo lánsamir. Við getum hinsvegar hjálpast að við að birta daginn fyrir samferðamönnum okkar á einfaldan hátt.

Það er gott að gefa það vita langflestir sem eru eldri en 5 ára og meira að segja margir undir þeim aldri líka. Það er alltaf gott að skora á sig að gera meira af því að gefa af sér og það er afskaplega fínt að nota Aðventuna til þess. Góðverk þurfa alls ekki að vera stórbrotin og flókið til að skipta máli og geta auðvitað verið ókeypis með öllu.

Góð vinkona mín hefur gert þetta með sínum börnum undanfarin ár og verið ótrúlega gefandi að fylgjast með… já ég hef bara fylgst með en ekki gert af fullum krafti þó ég geri auðvitað eitthvað. Hún og ein til eru með Facebook síðu sem má sjá HÉR en þar deila þær því sem þær gera sem og hugmyndum. Ekki til að gorta heldur til að hvetja. Svo fallegt.

Aldrei of seint að byrja svo HÉR eru nokkrar hugmyndir í púkkið á PDF formi – klippa og rífa af það sem mann langar að gera þann daginn :)

Munum að bros getur dimmu í dagsljós breytt, það kostar ekkert að vera notalegur.

Aðventu kærleikur,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook