Innflutningsgjöfin frá mér til mín

Mig er lengi búið að langa í þessa miklu prýði – ég hugsa að mig hefði ekki grunað að mig myndi einhverntíman langa óstjórnlega mikið í fægiskóflu eða “lötu Mæju” en það gerðist. Aldrei að segja aldrei. Lata Mæja er fægiskófla með skafti, ég rak mig á það um daginn að fólk þekkir almennt ekki þetta gælunafn hennar enda ber hún augljóslega nokkur til viðbótar.

Þessi kaup mín voru, verð ég að viðurkenna, smá svona guilty pleasure eða “sambitin sæla” ef við höldum okkur við okkar ylhýra. Ég held að ef ég hefði safnað markvisst fyrir henni væri ég komin með þetta…. gerði það ekki… en það er aukaatriði. Svo við segjum bara að þetta sé innflutningsgjöf, frá mér til mín.

Sjáiði bara hvað hún sómir sér vel með vini sínum Gorenje!

IMG_6660

Nei nei þetta er nú ekkert svona rosalegt en ég geri mér grein fyrir að ekki allir kaupa sér fægiskóflu og sóp á 12900 krónur en ég náði með flutningum og staðreyndinni að
kústurinn er sífellt á lofti að réttlæta kaupin fyrir sjálfri mér. Klapp á bakið Þórlaug.

Ég er veik fyrir fegurð í hversdagslegum hlutum, það viðurkennist hér með

IMG_6662

IMG_6664

Apparatið er keypt í Hrím Eldhús og er partur af sænskri hönnunar línu sem kallast Iris Handtverk. Á litlum bleðli sem fylgdi honum stendur að allir burstarnir í línunni séu unnir af sjónskertum handverks snillingum, handunnir með öllu og einungis notuð náttúruleg efni.

Það er meðal annars hægt að fá mjög fagra litla fægiskóflu og bursta sem heillaði líka en praktíkin vann hjá mér. Mæli með að kíkja á úrvalið annaðhvort í Hrím eða á heimasíðu Iris Hantverk

Ég mun í það minnsta njóta þess að sópa upp rusli og kuski um ókomna tíð og þetta má standa inní stofu þess á milli!

Góðar stundir

Þ<3rlaug

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

  1. July 8

    Bjútifúl! ❤️ Til hamingju elskurnar með nýju íbúðina! Hlakka til að sjá þitt fagra fés bráðlega. Knús í hús.

Comments are closed.