Innpökkunar Innblástur úr Ýmsum Áttum

Maður minn og góðir vættir geta vottað fyrir það að ég hef unun af því að pakka inn gjöfum þó oft endi ég reyndar í gífurlegri tímaþröng. Fyrir jólin í  fyrra ákvað ég að láta fegurð pakkanna víkja fyrir geðheilsunni með tvö ung börn á útopnu og sé sko ekki eftir þeirri ákvörðun.

Í dag er staðan mun “betri” og ég nýt þess í botn að dunda við að pakka inn þó ég sé að vísu sögulega sein í innkaupunum. Ekkert stress samt!

Ég reyni að halda hlutunum einföldum því ég á ekki endalaust af tímum í sólarhringnum fyrir þetta hobbý mitt né peninga í allt heimsins pakkaskraut þó mig langi oft að eyða nokkrum þúsund köllunum í slíkt efni. Úr þessu hljótast oft frekar ódýrar og að mínu mati skemmtilegir pakkar.

Í ár má segja að það sé jólakúlu þema – hringlaga límmiðar í hinum ýmsu litum og munstrum á einlitan pappír – svona á megnið á pökkunum í það minnsta. Hér sjáið þið nokkra þeirra að gamni

IMG_5256IMG_5257IMG_5260IMG_5255

Sambloggarar mínir hafa verið duglegir að koma með pósta tengda innpökkun undanfarnar vikur – ég mæli eindregið með því að kíkja á þá!

Hún Dúdda sem er með bloggið Elskulegt deildi með okkur prentvænum gjafa og krútt miðum sem hún útbjó – sjá hér 

IMG_8445

 

Svo var það hún Elva sem er með Verkefni Vikunnar en hún var með litla grein í Jóla Fréttablaðinu en hugmyndirnar sem hún spilaði fram þar má einnig finna hér

phonto-52

 

 

Hún Soffía Skreytum Hús hvirfilbylaði fram tonnum af ægifögrum pökkum – og allur efniviðurinn var úr Rúmfatalagernum, kíkið endilega ef þið hafið ekki gert það nú þegar, sjá hér

www.skreytumhus.is-023-2

Systur & Makar tóku saman innblásturs póst víðs vegar af netinu sjá hér Mæli líka með að skoða póstinn þeirra um jólaskreytingarnar hjá þeim á öllum vígstöðum, bústaðnum fallega, heimilunum 2 og verslununum 2. Þær fundu víst búð sem braskar með auka klukkutíma í sólarhringinn!!

Þetta er hvergi nærri tæmandi listi yfir skemmtileg blogg með innpökkunar innblæstri, bara þeir allra síðustu sem ég hef skoðað auk allra hinu óteljandi pósta sem finna má á alheims vefnum og vini mínum Pinterest

Var ég búin að segja ykkur hvað ég elska aðventuna mikið…? Jú mjög mikið! Jólin eru sko ekki bara 3 dagar!

Vona að þið náið að njóta sem mest þið megið

Þ<3rlaug

Fífur og Fiður á Facebook