Íslenskar Vefverslanir – gjörið svo vel

Ég á alltaf í stökustu vandræðum með að muna nöfnin á öllum þeim aragrúi vefverslana sem spretta upp sem blóm að vori þessi misserin. Ég veit að það er til listi yfir allar (meira svona margar) vefverslanir á einum stað en það var ekki nægileg handhægt fyrir mig…

Mörkin á milli vefverslana og verslana verður held ég sífellt óljósara – flestar eru þær með bæði til að hámarka markhópinn, sem er vel. Ég elska að fletta á netinu OG skoða í búðum, bæði betra eins og barnið sagði.

Mér datt því í hug að ég væri mögulega ekki sú eina um þessa fötlun og ákvað því að skella í góðan lista af einmitt því, vefverslunum. Ég gerði þennan lista upphaflega árið 2016 en hef uppfært hann reglulega síðan og mun halda því áfram því sem ég rekst á nýjar því þessi listi er jú líka fyrir mig sjálfa. Endilega skjótið á mig gersemum sem ég er að gleyma!

Nöfn verslana er linkurinn inná vefsíðuna þeirra.

Heimilið

*Nýtt inn er stjörnumerkt

Litla Hönnunarbúðin Krúttbúð í Hafnarfirði stútfull af dásemdum frá yfir 40 íslenskum listamönnum og hönnuðum auk vel valinnar gjafavöru sem Sigga Magga tekur inn. Mæli með heimsókn á Strandgötuna. Auk þess sem ég sel myndirnar mínar þar ;)
Aff Concept store er með fullt af fallegu fyrir heimilið og eru með verslun í Ármúlanum.

*Barr living er gróf og ó svo töff og þar fást uppáhalds ilmkertin mín þessa stundina. Einnig með verslun á Garðatorgi ef þið eruð á ferðinni.

Mix Mix – hrátt en samt mjúkt. Þú bara verður að skoða. Fyrir þá sem kjósa að höndla hlutina sjálfir eru Mix Mix einnig með verzlun.

Krabbameinsfélagið selur hina ýmsu gjafavöru, skartgripi, hönnun,vatnsbrúsa og margt fleira skemmtilegt. Það besta við þetta er auðvitað að ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Tvær flugur í einu höggi!

Fakó – Ég hugsa að ég gæti eytt einum mánaðarlaunum þar ef ég yrði fyrir framheilaskaða og myndi missa allar hömlur. Þeir eru einnig með verzlub í Ármúlanum.

Intería ég á eftir að kafa betur í Intería en hlakka til. Hún er líka með verslun í Ármúla – opnunartímar eru auglýstir á vefsíðunni þeirra. Sömu eigendur eru líka með barnavöru vefverslun sem þú finnur ef þú ferð í barnavörur, hún heitir minimo.is

Heimilisfélagið er ný af nálinni og lofar mjög góðu

Hjarn Reykjavík Living Risa úrval af allskonar skemmtilegheitum fyrir hann, hana, þau, heimilið og ýmislegt fleira.

TAKK Home Tyrknesk handklæði eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna

Kokka tilvalið að forskoða áður en maður skellir sér í verzlunina!

Seimei hér kennir ýmissa grasa og verðbilið er breitt. Sætar körfur náðu athygli minni þarna upphaflega en þau eru líka með talsvert úrval af gler krukkum á fæti sem eru jú afar vinsælar.

Eyrin er krútt búð á Seyðisfirði með fullt af fallegu

Gullabúið er með verslun á Seyðisfirði og býður uppá stórt vöruúrval af dásemdum – mæli með að skoða!

*Verzlunarfélagið er búð sem ég hef fylgst með á facebook undanfarin ár en hún er staðsett á Egilsstöðum og beðið spennt eftir að fá vefverslun! Nú er hún komin! Ókeypis sending ef verslað er fyrir 5000 eða meira.

*Eftirtekt er lítil krúttbúð á Akureyri með fallegt úrval af náttúruvænum heimilisprýði vörum.

Esja Dekor Esja er ekki ný undir sólinni en má endilega vera í þessari upptalningu enda af nógu að taka þar fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Esja Dekor má einnig finna í Mörkinni.

Snúran Sama með snúruna, ein af þeim eldri líklega en enn fersk on alveg með’ða. Snúran er sömuleiðis með verslun en hún er í Síðumúla.

Líf og List gamalgróin og þekkt. Ég keypti súper kúl mortel hjá þeim í fyrra á góðu verði.

Hrím þekkja líklega flestir en ég nota vefverslunina þeirra mikið til að spá og spökulegra bæði fyrir heimilið og gjafir.

Mýrin lútir líklega sama lögmáli en má ekki sleppa. Þessar tvær hér að ofan eru auðvitað fyrst og fremst verslanir en með þessar fínu vef verslanir líka.

Pipar og Salt þarf líklega ekki að kynna fyrir neinum Reykvíking í það minnsta og margir sem sakna hennar úr miðbænum. Þó kannski ekki allir sem vita að hana má finna á netinu núna. Ég er búin að skoða motturnar þeirra ansi hreint oft og við verðum eflaust á endanum par…

Majubúð býður uppá mjög breytt úrval vöru, skartgripir, innanstokksmunir og barnavara svona í grófum dráttum. Margt á mjög sanngjörnu verði.

Winston Living – enn ein sem ég á eftir að dýfa mér í – þó ekki væri nema til að láta mig dreyma

Systur og Makar Skemmtileg íslensk hönnun í bland við fleira bæði til að fegra heimilið, fatnaður, dekurvörur og skart. Þetta framtakssama fólk opnaði nýverið stóra og glæsilega verslun í Síðumúla en voru áður á Laugaveginum. Að auki eru þau með dásemdar bústað til leigu og skemmtilegt blogg.

NORR11 húsgögn, stólar, ljós. Margt mjög flott.

Lýsing og hönnun við erum í miklum ljósa pælingum þessa dagana og þegar maður nennir ekki uppí Bauhaus að skoða þá fer maður á vefinn og finnur svona dásemdir.

Willamia býður sömuleiðis uppá fullt af skemmtilegu – mæli með fletti

Dimm hefur uppá að bjóða ýmsar vörur fyrir heimilið sem og börn. Sniðug sía hjá þeim með gjafa hugmyndum á ýmsum verðbilum. Þau hafa einnig opnað verslun í Ármúlanum fyrir þá sem vilja þreyfa á hlutunum

Blúndur og Blóm hanna falleg dagatöl, skipulags dagatöl, barna dagatöl og tækifæriskort og senda um allt land.

Nús/Nús er fjölskyldufyrirtæki og sjúklega skemmtilegt concept með fallega og fjölbreytta vöru frá Marokkó.

*Svo Margt Fallegt selur dásamlega málningu sem ég mæli heilshugar með!Svo slitsterk og góð og áferðin geggjuð!

Ég er svoldið mikið að spá í plakötum fyrir heimilið þessa dagana og hér eru nokkrar af þeim síðum sem ég er að fletta í:

Sker hönnunarhús,
Svartar fjaðrir
Nostr

Hjartalag býður uppá úrval af fallegu íslensku handverki

Reykjavík Butik hefur breitt vöruúrval plaköt, lampar og annað fallegt fyrir heimilið auk þess að bjóða upp á fallegheit fyrir barnaherbergið. Enginn sendingakostnaður ef verslað er fyrir 15000 eða meira og hófstillt gjald ef verslað er fyrir lægri upphæðir.

Twins býður uppá skemmtilegt úrval af vörum þó það sé ekki mjög stórt. Frí heimsending um land allt.

Purkhús er tiltölulega ný síða (eða ég allavega nýbúin að finna hana) og býður uppá hnitmiðað úrval vöru fyrir heimilið og fría heimsendingu um land allt.

Camelia.is hefur uppá að bjóða veggspjöld af ýmsum toga – skemmtilega stjörnumerkja plaköt til að mynda. Spurning hvort það sé breyting á stefnu en þegar þetta er skrifað er lagersala á þeim flíkum sem enn eru til – spennandi að fylgjast með

Mundu mig býður til að mynda uppá Umbra heimilisvörur, múmínvörur og skemmtilegar líflegar gjafavörur á viðráðanlegu verði

Hulan hefur uppá að bjóða barnavörur, heimilisvörur og leikföng, fullt af kjút dóti. Frí heimsending ef verslað er fyrir 5000 eða meira.

*Íslensk Heimili er um það bil eins árs gömul vefverslun en nýlega opnaði verslun í Kópavogi líka. Þvotta ilmurinn er eitthvað sem mig langar til að mynda að skoða nánar.

*MARR selur allt til Macramé gerðar, bobbiny garnið osfrv. sem og dásamlega falleg hengi. Nýverið gaf hún Ninna eigandi Marr út bók um Macramé ásamt mágkonu sinni Írisi Dögg. Mæli með að næla sér í slíka fyrir handavinnu áhugamenn.. nú og fólk með áhuga á fallegum bókum.

*LAUUF býður uppá skemmtilegar og falleger vörur fyrir heimilið með áherslu á vörur frá Ameríkunni.

* HAF store hefur verið á netinu um einhvern tíma en opnaði nýverið verslun við höfnina í Reykjavík. Margt ó svo fallegt þar og helgar vendirnir þeirra æði!

Eftirfarandi þarf ekkert að kynna en fá að vera með því ég nota þær mikið sjálf
Pier Tilboðs hornið þeirra er oft frábært
Ilva
Rúmfatalagerinn
Húsgagnahöllin er öllum kunn en kannski ekki á netinu?
Epal þarf enga kynningu er það? En þarf að vera með

Tekk Company og Habitat eru Íslendingum löngum kunn en mér þykir alltaf gaman að kíkja þar inn, breitt úrval og verðbil.

*Umhverfisvænni Kostir

Hjal selur steinefna þvottaeggið góða sem ég keypti í haust og mun endurnýja það þegar þar að kemur. Þau bjóða einnig uppá mikið úrval af vörum fyrir börnin.

*Mistur er mín GO TO vefverslun þegar kemur að náttúruvænni valkostum. Mæli með að renna í gegnum úrvalið.

*Modibodi er áströlsk hönnun á undirfötum en hinar vinsælu og original “túrnærbuxur” eru að gera allt tryllt núna – slíkt er klárlega á innkaupa listanum mínum!

*Mena tók stefnubreytingu og bíður nú uppá náttúruvænni valkosti á ýmsum vörum.

*Vistvera er netverslun en hefur einnig opnað verlsun í Grímsbæ. Tilvalið fyrir þá sem kjósa að fara heldur sjálfir og snerta þegar grænu skrefin eru tekin.

*Klaran bíður uppá mikið úrval umhverfisvænni valkosta. Á eftir að skoða það betur.

*Lóur er held ég sé óhætt að segja einn af nýrri viðbótunum í þessari tegund verslana.

Bambus hefur uppá að bjóða úrval af “náttúrulegum” vörum – þú getur verslað með góða samvisku ;)
Skemmtileg viðar og silki leikföng, waldorf leikföng, ullarvörur, taubleyjur og margt fleira. Baðvörurnar þeirra eru alltaf vinsælar hér á bæ til að mynda.

Fyrir barn, móður og föður; fatnaður og fleira

*Ylur er eitt af mínum uppáhalds íslensku merkjum, gordjöss litir og vönduð vinna, allt unnið hér á Íslandi.

Krumma er leikfangaverslun með breytt úrval skemmtilegra leikfanga er eins og sælgætisland að mínu mati – mæli með að skoða!

*ABC Skólavörur bjóða sömuleiðis gott úrval leikfanga af ýmsu tagi – ekki bara fyrir leiksskóla og skóla þó síður sé

Bambus hefur uppá að bjóða úrval af “náttúrulegum” vörum – þú getur verslað með góða samvisku ;)
Skemmtileg viðar og silki leikföng, waldorf leikföng, ullarvörur, taubleyjur og margt fleira. Baðvörurnar þeirra eru alltaf vinsælar hér á bæ til að mynda.

Húsgagnaheimilið Hvað skal segja – allt milli himins og jarðar.. eða allavega veggja heimilisins er snertir yngstu kynslóðina, húsgögn, leikföng, skraut ofl.

Tiny Trésor hefur meðal annars verið með ó svo kúl batterís stafa ljósin sem hafa slegið í gegn. Tékkið líka á skemmtilegu vegglímmiðunum og plakötunum sem þau hafa að bjóða.

I AM HAPPY verslun sem ég hef fylgst með talsvert lengi og keypt sitthvað fyrir stúlkurnar mínar hjá þeim. Indíánatjöldin vinsælu fást meðal annars hjá þeim. Þau eru með verslun í Grafarvogi – áfram úthverfin! ;)

Baldursbrá – vönduð barnaföt í mildum og fallegum litum.

Petit – ó mig auma…. svo margt fallegt! Lampar krakkar lampar.. nei bara allt. Petit er á Suðurlandsbraut – GO

Askja Boutique Ég segi bara dive in og njótið

Maí er með dásemdarvörur til að fegra og dekra við hylkið okkar, líkamann sem og vel valdar vörur fyrir heimilið. Hún er staðsett á Garðatorgi.

*Ethic byrjaði sem netverslun með aðsetur á Austurlandinu góða en hafa nú opnað verslun á Suðurlandsbrautinni – ég hlakka til að kíkja þangað!

*Lindex – þarf ekkert að kynna en ég ákvað að hafa hana með til að hafa listann sem heilstæðastann.

*Fló er falleg verslun með skó á mikilvægasta fólkið – er til húsa þar sem Pipar og Salt var áður fyrr en er með flott netverslun líka sjá HÉR

Móðurást þarf vart að kynna, verslunin er nú staðsett efst á Laugavegi – næsta hús við gamla Sjónvarspshúsið.

Ungfrúin góða er ögn falin verslun í miðbænum en yndisleg heim að sækja, bíður einnig uppá vefverslun.

*BRÁ eða Bára Atla er dásamleg verslun á Laugaveginum en er með vefverslun. Ég keypti á dögunum 2 kjóla og 2 kimono sem ég sé fram á að nota ómælt mikið. Saumað á staðnum og minnsta mál að stytta fyrir mann. Æðisleg þjónusta!

Það þarf jú ekkert alltaf að versla.. það má bara skoða og setja á óskalistann, þá er líka svo auðvelt að gefa manni gjafir… ALLIR VINNA! Svo eru líka að koma jól..

Vona að þetta hjálpi fleirum með lélegt vefverslana minni

Kveðjur,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook

6 Comments

  • Hæ Guðrún takk fyrir innlitið! Jiii trúi ekki að ég hafi gleymt þeim! Takk fyrir ábendinguna.
   Það er einmitt til síða sem heitir http://www.netverslanir.is/ en gaf mér ekki alveg það sem ég var að leitast eftir.
   Vona að það komi fleiri með skemmtilegar viðbætur við þennan sjálf uppsprotna lista yfir verslanir með netverslun í boði.

 1. Hanna Úlfsdóttir
  October 24

  Þetta er snilld! Búin að setja þetta í bookmark. Annars er http://www.vonir.is mjög flott vefverslun líka :)

Comments are closed.