Jól í Skókassa

Þessi póstur gæti verið um gæðastund með þessari 4 ára við að útbúa gjöf fulla af kærleik til barna sem sjá lítið af lífsgæðunum sem börnin mín njóta. Hversu tilbúin hún er að finna til dót sem hún ekki hefur not fyrir lengur og hve góð kennslustund í samkennd það að gefa öðrum sem minna mega sín. Allt eitthvað sem verkefnið Jól í skókassa snýst um.

Hann er það ekki.

Hann er það ekki því mér/okkur hefur enn ekki tekist að kenna henni að það er gott að gefa…. það er eiginlega meira sársaukafullt oft á tíðum í hennar tilfelli. Hún er svosem alveg til í að gefa börnunum sem ekkert eiga, bara alls ekki neitt dót úr hennar eigu,jafnvel þó hún noti það ekki neitt. Ég reyndi að sýna henni video af afhendingu kassanna og segja henni frá því hvernig líf barnanna sem fá svona kassa er en það dugði skammt.Úr þessari uppskrift verður bara ekki gæðastund – ekki ennþá – enn hún er bara 4 ára.

Af þessum sökum fann ég sjálfa mig vera að fela þetta ferli fyrir henni spara mér orkuna sem fer í að eiga við stóra skapið og langarann í hennar sterka sjálfi – já það hvarflaði að mér að taka auðveldu leiðina út þar sem hún var augljóslega ekki komin þangað ennþá.
Hún kom svo heim eftir smá vist hjá ömmu sinni undanfarna daga og sér þá bækling um jól í skókassa og spyr þá hvort ég sé búin að gefa börnunum gjöf. Hún mun fá að taka þátt í undirbúningi seinni kassans, eins og þol og nenna leyfa.

Mig langaði að deila með ykkur því sem ég setti í kassann í ár – þetta er ógurlega lítið mál og enn minna ef hægt er að endurnýta heillega hluti. Það eru mjög fáar reglur í þessu öllu saman en nokkrar þó, sjá í bæklingnum linkaðan hér að ofan og engin ein rétt leið til að setja saman kassa.
Ég geng útfrá því að gefa börnum á sama aldri og dætur mínar hverju sinni á meðan við gerum þetta í ár var því valið að gefa 2 stúlkum á aldrinum 3-6 ára.

Eftir að hafa útbúið kassa í fyrsta sinn í fyrra ákvað ég að gefa 2 í ár, 1 fyrir hvort barn. Ég byrjaði að sanka að mér efni straxi í Janúar á útsölum, húfur á 99 krónur, skrautgrímur á sama pening, 3 sökkapör á 100 krónur, liti, blýanta og strokleður á klink. Eftir það fór þessi söfnun mín nú í dvala enda flutningar framundan og vaknaði ekki af honum fyrr en í vikunni. Á næsta ári hugsa ég að ég klári sem mest á útsölum snemma árs.

Ég fékk voða fínan skókassa í skóversluninni við hlið Tiger í Kringlunni – gerðarlega kassa – sem ég límlakka gjafapappír og nota auðvitað ModPodge. Ég valdi að hafa það ekki pjúra jólapappír heldur fallegan pappír með skógardýrum úr IKEA í grænum lit. Þannig má nota þetta sem geymslukassa allt árið, það væri kannski gert hvort eð er en svona hugsaði ég þetta.

Ég fann til kjól og bómullarpeysu sem er orðið of lítið á þá eldri og hún ætti því ekki að sakna, bæti líklega við góðum sokkabuxum úr gámnum af sokkabuxum sem við eigum á lager. Húfa og sokkar og við erum góð í fata.
Hreinlætisvörurnar sem mælst er til að sé í öllum kössum (sápa, tannkrem og tannbursti) auk þess setti ég svo lítinn sambrjótanlegan hárbusti og teygjur þar inní

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Það var ekki til skemmtileg sápa fyrir börn þar en ég ætlaði að klára innkaupin svo ég ákvað að skreyta bara sápupakkann með fallegum skrautpappír.

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Límmiðar eða plástrar – það má nota þá á hvaða hátt sem er.

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Við hlið tannburstans er svo ástæða til að bursta ekstra vel – sælgæti í litríkum pakkningum. Uppáhald dóttlunnar.

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Þá er það leikhlutinn. Ég hef heyrt að það sé skýr skipting á litum eftir kynjum í Úkraínu og haga því kaupum eftir því – þetta á jú að gleðja.

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Eitthvað til að sitja og dunda við – perlur með perluspjöldum og band til að þræða uppá, smá sýnishorn fylgir með.

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Bolti með ljósi sem blikkar við gott högg – þegar það hættir að virka er þetta bara bolti með skemmtilegri áferð.

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Fjaðra gríma – hver elskar ekki svona?

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Smá lærdóms efni – tommustokkur, litir, strokleður og blýantar

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Blöð fara svo efst þar sem þau pössuðu illa í botninn.

Fífur og Fiður - Jól í Skókassa

Ég ætlaði svo að blikka tengdamömmu til að prjóna sokka og vettlinga til ylja á köldum dögum, athuga með lítinn bangsa til að setja með fyrir kúr og mögulega fá litlu mína til að teikna mynd eða gera eitthvað perlu skraut og setja með svo hún eigi svolítið í þessu.

Efst í kassann fer svo 500 – 1000 krónur til að hjálpa til með kostnað á verkefninu – flutning osfrv og ef afgangur er þá fer sá peningur til hjálparstarfa í Úkraínu. Í ár ætla ég að skrifa smá bréf með og gefa tækifæri á því barnið geti skrifað til baka. Kannski kemur ekkert útúr því en ég vona að það hjálpi þeirri stuttu að tengja smá að segja aðeins frá okkar lífi og ef við erum heppin fá að heyra til baka.

Voila, svo er bara að skella lokinu á og teygju utanum

IMG_4818

Eftir að sú stutta hafði alfarið tékkað sig út úr verkefninu í fyrra og harðneitaði að taka þátt í þessu verkefni móðurinnar endaði það nú með því að hún vildi fara með mér og afhenda kassann. Þegar inn var komið varð hún spennt fyrir að halda á honum sjálf og rétta hann. Smá skref í áttina og ég er viss um að í ár verður annað framfaraskref jafnvel þó lítið verði.

Svo það komi fram þá geri ég mér fullkomna grein fyrir því að neyðin er mikil hér heima á Fróni og alltof mikið af fólki sem ekki nær endum saman – sér ekki einusinni í næsta enda. Það að hjálpa út fyrir landssteinana útilokar ekki að leggja hönd á plóginn hér heima líka með ýmsum hætti.

Þessi póstur varð mun lengri en ég ætlaði mér og allir farnir að sofa, takk fyrir að nenna að lesa hann til enda ef þú ert enn hér.

Síðasti skiladagur er 14. nóvember (fyrir þá sem skila í Reykjavík) svo það er nægur tími til stefnu! Hér má finna upplýsingar um skilastaði fyrir kassana um land allt en einnig er Eimskip Flytjandi stuðnings aðili að verkefninu þar sem ekki er að finna tengiliði

Ætlar þú að skella í einn kassa?

Góðar stundir gott fólk
Þ

Endilega fylgist með (Like) Fífur og Fiður á Facebook ef ykkur langar að fylgjast með því sem við brösum

Fífur og Fiður á Facebook

Be First to Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *