Jóla og Áramóta borðið

Í fyrsta skipti á ævinni á ég huggulegan borðbúnað og er því komin með sérlegan og seinþroska áhuga á því að leggja fallega á borð en möguleikarnir eru auðvitað endalausir!

Hér var ég að leika mér í desember byrjun eftir að hafa fest kaup á hvítu setti í fyrsta sinn á búskapar árum mínum.

Tablescape for two

Litlan mín var ekki að skilja hvaða vesen þetta væri í mömmu sinni þegar enginn var maturinn

Tablescape for two

Jólaborðið okkar var svo svona í ár, látlaust og hátíðlegt

Christmas tablescape Jóla borðið

Við fengum þessi dásamlegu gylltu hnífapör úr Ikea í jólagjöf – svoooo sparileg!
Servíetturnar eru úr IKEA, 2 þykkar svartar saman og bundið utanum með leðurlíkis reim. Skreytt með Eucalyptus dásemd

Christmas tablescape Nýársborðið

Áramótaborðið var svoldið meira “bling”, silfur, stjörnur, fjaðrir og grímur með smá grænu.

New Year's tablescape Nýársborðið

Þessar dásamlegu grímur fékk ég í Pier – ég ætla að nota þær sem veggskraut eitthvað áfram hið minnsta
Slaufurnar á servíettunum eru úr Söstrene grene en það er klemma á þeim. Þetta er væntanlega pakkaskraut en mér fannst þetta tilvalið á áramótaborðið.

New Year's tablescape Nýársborðið

New Year's tablescape Nýársborðið

“Glasamotturnar” og borðskrauts klukkurnar prentaði ég einfaldlega út – einfalt og ódýrt.

New Year's tablescape Nýársborðið

New Year's tablescape Nýársborðið

Þetta krútt mitt stóð vaktina í eldhúsinu og sous vide’aði dýrindis naut og galdraði fram meðlæti eins og enginn væri morgundagurinn.

New Year's tablescape Nýársborðið

“Dúkurinn er efnis strangi úr rúmfatalagernum sem ég keypti fyrir tungl/geim þema afmæli frumburðarins í fyrra.

New Year's tablescape Nýársborðið

Mikið sem ég væri til í að hafa fersk blóm alla daga ársins, gerir allt svo fallegt og líflegt.

New Year's tablescape Nýársborðið

New Year's tablescape Nýársborðið

Við skelltum svo upp blöðru niðurtalningu 12 tíma í miðnætti, ein blaðra á klukkutíma – munum gera þetta aftur, var mjög skemmtilegt og gerir tímann sjónrænan fyrir litlu skotturnar.

New Year's tablescape Nýársborðið

Við skiptumst svo á að sprengja

New Year's tablescape Nýársborðið

Fífur og Fiður á Facebook