Jólabasar

Mig langar að deila með ykkur hefð sem hefur fest sig í sessi hjá okkur litlu fjölskyldunni, hefð sem inniheldur útiveru, kærleika, tengingu við náttúruna og í leiðinni að styrkja eitthvað gott.

Árlega er haldinn Jólabasar í Lækjarbotnum, rétt utan við við Reykjavík, en þar er Waldorf leiksskóli og skóli í vægast sagt töfrandi umhverfi. Börnin útbúa vörur á markaðinn með dyggri aðstoð fullorðinna, vörur úr náttúrulegu hráefni og mikið úr nærumhverfinu.

Á markaðnum má meðal annars finna jurtaapótek, handverk af ýmsu taki, brúðuleikhús, frábær úti leiktæki, fallegt umhverfi, smiðju og veitingasölu eftir alla samveruna. Uppskrift af alveg hreint frábærum degi.
Ég á því miður ekki góðar myndir af vörum af markaðnum svo ég gerist svo djörf að fá lánaðar myndir sem Anna Hallgrímsdóttir deildi á facebook viðburði basarsins sem ég nefni hér neðar en myndirnar tók Silja Sallé. Vona að hún fyrirgefi mér það.

Ég á þó myndir af okkur fjölskyldunni í dýrðlegu veðri í fyrra

Litla krúttið enn með snuddu í bílferðum – stór skref stigin síðan þarna

Jólabasar Waldorf - Fífur og Fiður

Öll leiktækin eru svo ógurlega falleg

Jólabasar Waldorf - Fífur og Fiður

Litla álfkonan mín

Jólabasar Waldorf - Fífur og Fiður

Þessi ætlaði sko að koma þarna um sumarið og tjalda takk fyrir pent

Jólabasar Waldorf - Fífur og Fiður

Kjörið tækifæri til að hitta góða vini líka

Jólabasar Waldorf - Fífur og Fiður

Aðeins verið að prófa vörurnar

Jólabasar Waldorf - Fífur og Fiður

Meira hár en þessi mun vera með næstu 3 árin eða svo :)

Jólabasar Waldorf - Fífur og Fiður

Mikið hlakka ég til að fara í ár, ekki skemmir fyrir að núna, í fyrsta sinn, þekki ég eina flinka snilli píu sem stundar nám í Lækjarbotnum sem gerir mig enn spenntari.

Basarinn í ár verður haldinn laugardaginn 14. nóvember. Ég mæli klárlega með því að taka daginn snemma til að geta notið sem mest þið megið en basarinn er opinn frá klukkan 12 – 17.

Ef þú vilt muna eftir að kíkja á þetta og notar Facebook til þess líkt og ég geri mikið þá mæli ég með því að melda þig á facebook sjá hér

Kærleiks kveðjur,

Jóla, jóla Sóla

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

 1. Þorbjörg Gunnarsdóttir
  November 3

  Sæl,
  Ég kíki stundum á bloggið þitt og hef gaman af. Sérstaklega núna þegar þar eru þessar fínu myndir Silju frænku minnar :)
  Góða skemmtun á jólabasarnum.

  Bestu kveðjur,
  Þorbjörg.

Comments are closed.