Jólin úti – já í tvennum skilningi kannski

Þau eru jú brátt úti en áður en það gerist langar mig að deila með ykkur jólunum mínum úti en snillingurinn hún móðir mín græjaði upp andlit heimilisins á meðan við maðurinn minn vorum sveitt í því einu að halda heimilinu í skikkanlegu formi, geðheilsu allra réttu megin striksnins í hlaupabólum og jólum

Hurðin er almennt jólaleg, svona rauð og lífleg, en svona lítur andlitið út sem stendur. Haust skreytingin þarna hægra megin stendur svo bara enn fyrir sínu.

IMG_5230

Birki hjartað sem hún galdraði saman úr útskriftar trénu sínu úr Blómaskreytingar náminu setur alveg punktinn yfir i-ið.

IMG_5232

Ég mynntist eitthvað á það hvort fura sem hún kom með gæti ekki bara farið á handriðið – hún bættu um betur og koma með greni og tuju og bjástraði við þetta síðla kvölds á köldu desember kvöldi. Mér finnst þetta svo ógurlega fínt og hátíðlegt!

IMG_5229

Já og furan sem hún hafði komið með var auðvitað líka notuð. ég er greinilega voða klár í að koma með hugmyndir (ekki að hún hafi ekki örugglega verið komin í kollinn á henni) en svo gerist ekki mikið meira… Mamma hinsvegar virðist eiga svo ofur gott með að bara hendast í málið og allt svo fyrirhafnar laust. Sjáiði bara!

Haustplöntur sem til voru, greni, fura og birkigreinar – allt úr garðinum þeirra hjúa og svo epli… Gulur tekur sig ansi vel út í jólagírnum finnst mér.

IMG_5226

Epli eða”nimm nimm nimm” orðrétt, heilluðu litlu manneskjuna eðlilega en eftir eitt skipti virtist hún skilja að þetta væri bara til skrauts.

IMG_5227

Fuglarnir hafa líka látið þetta í friði  utan eins lítils pots í eitt eplanna þrátt fyrir að ég sé að leggja mikið á mig í fuglafóðruninni og að ná fuglum inní garðinn en þeir eru á varðbergi þar sem það er hundur í húsinu.
Það að dýr fúlsi við matnum segir manni kannski meira um epli og efnin sem á þau eru notuð en allar heimildarmyndir um eiturefni í matvælum? Væri áhugavert að prófa lífræn epli og sjá hvað gerist.

IMG_5228

Ég er enn að njóta kertaljóss og sería og þessi skreyting fær sko alveg að halda sér þangað til næsta lægð kemur yfir landið.

Og þá verða jólin úti – úti

Jóla Sóla

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

Comments are closed.