Kofinn Góði Leikeldhúsið – framhald

Á meðan ég tel og tíni saman aura í eldhús update á nýja heimilinu þá geri ég bara upp eldhúsið í kofanum góða

Eldhúsið mætti í raun kalla Ikea hack þar sem stór partur þess kemur einmitt þaðan. Hugmyndin kemur auðvitað af Pinterest.

image

Það er búið að taka tvö góð sumur í framkvæmd milli mikils drullumalls (aðalega af undirritaðri þar sem eldra barninu þykir lítið til þess koma að óhreinka sig…) Þessi yngri er þó alla leið með múttu í svallinu nú orðið

image

Eldhúsið er sumsé bæði inni og úti eldhús og hægt að tengja við það vatn, draumur hvers barns ekki satt??! 

Efniviðurinn er eftirfarandi:

Gamall stóll sem fékkst gefins úr Ikea við lækkuðum bakið til að hann passaði undir gluggann

image

Ikea krydd rekki – ca 1000 kr

image

Ikea hilluberar á 350 kr stykkið

image

Skál sem vaskur,aðal málið er að hafa brún til að halda henni uppi.

image

Hellurnar eru úrsagið fyrir vaskinum og annar hringur til

Gamall krani

Eldavélahurð eru svo úr afgangs plötu fest með litlum hjörum og lokast með segli og hliðar og hilla eru úr skápa baki.

Allt til alls til að opna kaffihús

img_6984

image

Engar slor veitingar

image

Hún lék og söng alein í sæluvímu <3 image

Það var ó svo mikið að gera í dag og kokkurinn gat ómögulega gengið frá eftir sig og óskar því eftir aðstoð í eldhúsið hið fyrsta.

image

image

Ég vona að sumarið sé ykkur ljúft

<3

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

  1. Ragna Björk
    July 28

    Enn dásamlega skemmtilegt og fallegt, hlýtur að vera mikil gleði við völd í þessum kofa

Comments are closed.