Litaland Leikhópurinn Lotta um land allt

Eftir rúman mánuð af því að setja alla orkuna í íbúð og flutninga var kominn tími á að gera skemmtilega hluti með dætrunum og það er ekki komið sumar hjá okkur nema við sjáum Leikhópinn Lottu bregða fyrir með nýjasta verk sitt. Við skelltum okkur í náttúruperluna Elliðaárdalinn og báðar hnáturnar skemmtu sér stórvel (2 og 5 ára) sem og við fullorðna fólkið.

IMG_6641

IMG_6620

Í ár er þessi snilldar hópur og sjálfstæða leikhúsið þeirra 10 ára og af því tilefni skelltu þau í frumsamið leikrit í ár, Litaland, en í gegnum árin hafa þau smellt saman tveimur þekktum ævintýrum á skemmtilegan máta.

Fífur og Fiður www.fifurogfidur.com Leikhópurinn Lotta

Aðeins að skrifa gagnrýni – horfði smá og hripaði svo eitthvað hjá sér. Nokkrum númerum of sæt.

Fífur og Fiður www.fifurogfidur.com Leikhópurinn Lotta

Við vorum sko ekki svikin frekar en fyrri ár. Leikmyndin er alltaf vel út hugsuð með skemmtilegum lausnum – bíllinn sem flytur leikritið milli staða breytist í leiksvið að venju.
Málnotkunin hjá þeim þykir mér alltaf sérlega skemmtileg enda mikill orðagríns manneskja. Auk þess er alltaf mikið um foreldra grín sem eru saklausir þar sem börnin skilja þá ekki.
Síðast en ekki síðst er boðskapurinn fallegur og setur hlutina upp á einfaldan máta þó börnin skilji ekki ádeiluna þá ná þau inntakinu.

Fífur og Fiður www.fifurogfidur.com Leikhópurinn Lotta

Þessi bangsakelling fann leikmynda bangsa og var sko ekki lengi að henda sér í fangið á honum.

IMG_6607

Leikararnir sjá um að setja upp leikmyndina, vísa bílum í stæði, selja miðana, heilsa gestunum og gefa sér svo dýrmætan tíma með litlu aðdáendunum eftir sýningu, gefa high five, sitja fyrir á mynd og knúsa ef því er að skipta. Það var sko gengið á alla leikarana.
Algjör gull!

Fífur og Fiður www.fifurogfidur.com Leikhópurinn Lotta

Þau eru mikið á ferðinni í sumar og því ættu svo gott sem allir landsmenn að ná þessari einstöku skemmtun – sýningarplanið þeirra er að finna HÉR
Miðar seldir á staðnum og allir ættu að komast að sem vilja – og bara klæða sig eftir veðri og skella í eitt teppi undir rassinn og þú átt von á eðal stund þar sem allir hlæja.
Ef þú ert í Stofni (hjá Sjóvá) þá ættir þú að fá miða fyrir tvö börn – mæli með að þið skoðið það.

Stelpurnar mínar geta hlustað endalaust á diskana með sögunum bæði á meðan leikið er og í bílnum. Svo eru diskarnir fullkomin gjöf fyrir litla vini!
Á staðnum kostar nýjasti diskurinn (núverandi leikrit) 1900 krónur en eldri diskar kosta 1000 krónur. Við erum enn að safna, vantar 4 í safnið til að það sé fullkomnað.

Ég mun eflaust halda áfram að sækja þessi leikrit þegar hnáturnar hætta að nenna að fara með mér!

Takk fyrir okkur, hlakka til að hitta ykkur að ári!

Fífur og Fiður á Facebook