Markmið 2 – Matseðlar

Í gegnum tíðina hafa gífurlegir fjármunir hjá okkur hjónaleysunum farið í kaup á skyndibita – alls ekki alltaf óhollum – en dýrum. Þegar fæðingarorlof nr. 2 skall á og enginn varasjóður til að sóa var til staðar þurftum við að gjöra svo vel að taka okkur á, bæði hvað varðar kvöldmat og hádegismat hjá bóndanum sem er ekki í heitum mat í vinnunni eins og ég er svo lánsöm að njóta í minni vinnu.

Við tókum saman mun á eyðslu í Maí og bárum saman við Nóvember og tölurnar voru sláandi – alveg kýlandi eiginlega! Það munaði um rúmlega 100 þúsund krónur á milli mánaða með allri neyslu á mat – kaffihús, skyndibiti og verslunarferðir stórar sem smáar. Núna í desember tókst okkur ekki jafn vel til við að halda matseðlinum gangandi en það er bara allt í lagi – það má detta aðeins af brautinni, bara koma sér þangað aftur!

Ekki nóg með að þetta spari múgur fjár þá léttir þetta líka á fullt af streitu sem skapast kl 17:30 á hverjum degi þegar huga á að kvöldmat og enn einn kostur þessa er að fæðan verður mun fjölbreyttari.

Eins og glöggir lesendur sáu í muffin málinu mikla þá er húsfreyjan ekki mikil í eldhúsinu – húsbóndanum sem þykir eldamennskan alls ekki leiðinleg og er ansi hreintgóður þar líka finnst ógurlega leiðinlegt að finna nýjar uppskriftir. Lausnin í þessu lá í því að ég finn uppskriftir og geri innkaupalista – og hann eldar! Fullkomið dúó ekki satt!

Excel kjellan ég setti þetta allt voða fínt upp og geymdi í tölvunni eðli málsins samkvæmt en það þótti ekki alveg nægilega gagnsætt. Húsfreyjan riggaði upp matseðli til að hafa fyrir allra augum

/home/wpcom/public_html/wp-content/blogs.dir/0a8/75360936/files/2015/01/img_0545-0.jpg

Eitthvað sem allir geta græjað ef vilji er fyrir hendi það eina sem þú þarft er:

Rammi að eigin vali – ég er nú bara með ódýran IKEA ramma sem ég átti
Skrautblað – þau má fá í hvaða föndurbúð sem er, TIGER eða Söstrene Grene t.d.
Töflutúss eða Krítartúss

/home/wpcom/public_html/wp-content/blogs.dir/0a8/75360936/files/2015/01/img_0547.jpg

Svo er bara að hafa kósý í nýju náttbuxunum við að útbúa matseðilinn og innkaupalistann í framhaldinu.

/home/wpcom/public_html/wp-content/blogs.dir/0a8/75360936/files/2015/01/img_05441.jpg

Líf og fjör

Fífur og Fiður á Facebook

3 Comments

 1. Ásta
  January 8

  Dásamlegt!

 2. Guðbjörg Jónsdóttir
  January 8

  Glæsilegt hjá þér Þórlaug mín, ég er viss um að matseðilinn góði kemur til með að spara fullt af peniga.

 3. Ásta B
  January 13

  Mér finnst þetta alveg geggjað, og sérstaklega stresslausi tíminn 16.30-18.30 :) er að virka vel hérna heima (þeir 4 dagar sem ég fékk samþykkta hjá skipulagsfríkinni minni). Ást

Comments are closed.