Markmið – Orð Ársins

Á flandri mínu um netheima rakst ég áhugaverðan hlut sem ég hef ákveðið að prófa í ár en það er að finna sér orð ársins. Það þýðir ekki að ég setji mér ekki önnur markmið heldur er þetta eitt verkfæri í töskuna til að styðja við markmiðasetninguna.

Til að útskýra örstutt þá er orð ársins er hugsað til að minna þig á eitthvað sem þig vantar í lífið þá stundina og/eða langar að tileinka þér. Orðið getur verið hvað sem er í raun og veru, til að mynda verið hlátur, gleði, ást, orka, opin, ró, JÁ, núna, öryggi – möguleikarnir eru óendanlegir.

IMG_5389

Sú sem fyrir þessu stendur heitir Susannah Conway – mæli með að kíkja nánar á hana – margt afar skemmtilegt og tala nú ekki um fallegt sem hún er að gera.

Susannah býður uppá vinnuhefti sem maður getur náð sér í endurgjaldslaust – sjá HÉR en manni er auðvitað í sjálfval sett hversu mikið og náið maður sekkur sér í þessa vinnu en ég trúi því að þeim mun betur sem ég kafa og skoða bæði árið sem er að við tærnar á okkur núna þeim mun betra. Uppgjör við það liðna og tónninn settur fyrir það ókomna – allt til að mega lifa sem best í núinu auðvitað.

Ég byrjaði á að pára þau orð sem komu upp í hugann aftast í “Í dag” bókina góðu og velti upp þeirri spurningu hvað það væri í raun sem ég þarfnaðist á komandi ári. Ég var svolítið klofin og ákvað því að notfæra mér fría e-mail kúrsinn sem hún bíður uppá en honum fylgja engar kvaðir. Eitt email á dag í 5 daga sem ætlað er að hjálpa þér í leitinni að ORÐINU.

IMG_5390.jpg

Orðið sem varð fyrir valinu eftir nokkurra daga pásu frá pælingum varð

 

coollogo_com-152951044

Já mér finnst það verða að vera bleikt :)

Orðið er svo ekkert meitlað í stein – ef þörfin fyrir annað orð verður sterkari á einhverjum tímapunkti þá bara skipti ég. Manni má nefnilega snúast hugur í lífinu.

Ég ætla svo að halda utanum gleðistundir og pára niður í yndislegu Í dag bókina mína hvað veitti mér gleði þann daginn – ein gleði á dag kemur skapinu í lag.

IMG_5378

Það var hún Sigrún sem heldur úti blogginu Austfjarðarpúkar sem vakti athygli mína á þessum áhugaverða vinkli á áramótaheitum – takk Sigrún! 

Ég mæli heilshugar með því að skoða þetta – það kostar ekkert en gæti gefið af sér.

Ég hlakka í það minnsta mikið til að ganga árið á enda með eitt orð að vopni á öllum vígstöðum – svo einfalt að muna bara eitt orð, ORÐIÐ.

Gleði, gleði

Þórlaug <3

 

Fífur og Fiður á Facebook