Matjurtagarðar til leigu í Reykjavík Eitthvað fyrir þig?

Langar þig að byrja að prófa þig áfram í ræktun? Nú stendur yfir úthlutun grænmetisgarðanna hjá Reykjavíkurborg og um að gera að athuga með pláss í garði nærri þér sjá nánari upplýsingar HÉR

Við höfum undanfarin 2 ár verið að stíga okkar fyrstu skref í ræktun með misjöfnum árangri – aðalega vegna utanaðkomandi aðstæðna.
Í fyrra tókst þó mun betur til og planið fyrir komandi var fullt af von og væntingum um áframhaldandi tilraunir með auknu öryggi. Sem stendur er ögn óvíst að við leggjum í þetta í ár vegna breytingu á aðstæðum hjá okkur en löngunin er til staðar og pottþétt að 2017 verðum við með reit á ný ef ekki í ár.
Ég verð að taka það fram að myndin í hausnum á póstinum er drauma reiturinn minn… eins og ég mun rækta eftir 20 ára þjálfun – alveg til fyrirmyndar en hann er reitur nágranna okkar!

Þessi litla iðja okkar kallar fram einhverskonar frumeðli og kraft í það minnsta í undirritaðri og þá sérstaklega þegar kom að gulrótunum, en meira um það síðar.

IMG_4308

Í fyrra spiluðu kartöflur ansi stórt hlutverk í garðinum þar sem við fórum hamförum í útsæðis kaupum. Kartöflur eru frábærar til að byrja á ef maður er að stíga sín fyrstu skref í ræktun en maður þarf lítið fyrir þeim að hafa.

Fyrst er að tæta garðinn (hefur til þessa verið gert fyrir mann) og setja í garða líkt og hér að neðan. Bera í skít eða annan áburð að eigin vali og stinga niður útsæði.

Í upphafi var mold

Svo bara koma þessi krútt upp – og maður reitir arfa í burtu annað slagið… mæli með því fyrir byrjendur allavega svo maður viti hvað er kartöflugras og hvað ekki ;)

svo varð kartöflu

Svo urðu okkar að skrímslum… fannst þau stærri en flest önnur í garðinum en veit ekki hverju það er um að kenna…

IMG_4314
Stinga upp….

Í ham.. og kjól

og þú ert með mat sem þú ræktaðir sjálfur!

IMG_4329

Í fyrra reyndum við í annað sinn við gulrætur, notuðum borða sem er einfalt og fljótlegt.
Við settum dúk yfir eins og mælt er með…
Og uppskárum mikinn arfa… þarna er ég búin að tæta burtu mikinn arfa og jafn mikið af gulrótakrúttum því ég hafði ekki hugmynd um hvernig gulrótagrös litu út svona smá..

Svo varð arfi

Svo ég skal hjälpa ykkur! Þessi gulrótagrös eru þó örðin aðeins stálpuð en það sést móta fyrir þessum kímblöðum ansi snemma – svona smá greining á grasinu. Ég er þrjóskari en allt þrjóskt og tókst þetta á endanum og lét svo eins og móðursjúk rolla yfir gulrótagrösunum það sem eftir lifði sumars.

Lærdómur af arfa

Svoooo…

IMG_4043

Og enn síðar

IMG_4318

Konan með athyglisbrestinn setti óvart kartöflur niður með gulrótunum svo úr varð samlífi – við upptöku kartaflanna úr gulrótabeðinu kom þetta krútt upp… við erum að tala um ágúst sko…
Væntingarnar til gulrótanna urðu álíka stórar og gulrótin eftir þetta.

gulrótagrín

Stoltið hjá einni konu þegar þessar komu svo upp – váá

IMG_4502

Sirka svona:

12122863_10153276476507239_6311419038297376210_n

Við settum líka niður grænkál, rautt grænkál og blaðkál. Eitthvað höfum við misboðið því með góðri nýtingu en mikið af þessu gafst upp einhverntíman í júlí.
Annað sem við prófuðum var klettasalat en það var mjög beiskt alveg frá byrjun – áður en það fór að blómstra og var því lítið sem ekkert borðað.

Síðast en ekki síst er brokkólíið – það setti svo gífurlegan kraft í blöðin allt fram í ágúst að ég hafði gefið upp alla von um að það myndi koma með hausa. En mikið hafði ég rangt fyrir mér þar! 7 Hausar í ansi hreint góðri stærð hafa litið dagsnins ljós! Þessi var meira að segja í minni kantinum.

matjurtagarðar

Hvað skal ræktað í ár/næsta ári?

Hvað verður kemur svo í ljós en ég mæli með þessari frábæru útiveru, núvitund, samverustund og frumeðlis hvetjandi iðju!

Gleðilegt grænmeti

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook