Mylsnur -Myndaminningar

Bloggið er hentugur staður til að halda utanum minningar. Hér eru nokkrar slíkar í myndaformi

Brumið er mætt!

  

Þá er ekki seinna vænna en skella sér í forvor lautarferð!  

 

Morguninn hafði verið ca svona, ég les bara blöðin eftir 2 ár….

 
Já sumir dagar kalla á notkun hjálpartækja… Og þá á ég ekki við ástarlífsins!
  

Aðrir dagar, stundum færri og stundum fleiri eru fullir af hlátri,
        

  
og ljúfum stundum
 

Ekki annað hægt með svona stórum karakterum

    

Svo má reyna að nota kvöldin í að dútla í heimilinu og koma því í þá mynd sem manni líkar… Ekki seinna vænna!

 

Að lokum snýst þetta allt um að reyna að finna jafnvægi….

 

Páskafrí, ritskoðuð útgáfa, sýni bara 30% ljúfa tímann! Ég tek það fram því ég held sjálf að líf annarra með börn sé mun rólegra en okkar… Og er reyndar nokkuð viss um að það sé allavega 20% friðsælla en hausinn segir 100%…

Smá eggja skreytingar  

  

   

Páska kaffi með tjúlluðu túllunum!

    

Stund á milli stríða. Þessi litla lætur langt í frá vel að stjórn stjórnsömu og skoðanaglöðu systurinnar. Það er líklega blessun í hnausþykku dulargervi… En óó hvað mig langar stundum í aðeins fleir svona stundir… Hér er læknaleikur málið  og sjúklingurinn er sérlega meðfærilegur!
        
  

Sjaldséð sjón hjá yngri týpunni sem er svo gríðarlangt frá því að vera sjónvarpssjúk á meðan sú eldri hefur verið hooked frá 11 mánaða aldri. Syngur svo hástöfum með Let it go, nokkrum númerum of sætt hjá ómálga barni.

  

Best að hafa gleðina við völd í lífinu, það er allavega vitað. Galdurinn er held ég bara að finna hana aftur ef hún tapast inn á milli sem ég er manna fyrst til að viðurkenna að hún gerir…. 

Ég er samt þakklát fyrir allt og alla í kringum mig, lofa! 

 
Gleðilega páska öll

Kv Páska ég

Fífur og Fiður á Facebook