Óóó vinur

Það þykir ekki fínt að viðurkenna leiðu stundirnar sem maður á séu þær ekki uppsprotnar af miklum harmleik, sumum þykir það jafnvel veikleika merki, en það er allt í lagi að vera ekki alltaf í lagi! Ég nenni ekki skrípaleik og leikritum þó það sé svo sannarlega erfitt að setja þessi orð niður og pósta þeim þá eru þau sönn og ég lagði upp með að ætla að blogga sönnum orðum (og myndum)

Eitt af markmiðum ársins er að rækta vináttuna, hitta mína elskulegu vini, jafnvel hringja (er alltaf að læra og gleyma að maður getur víst gert það með þessum tækjum), eða bara senda stutt skilaboð. Ég er rík af góðum vinum sem mig langar að hafa áfram í lífinu og ég  á líka nýlega vini sem mig langar að kynnast enn betur og gefa færi á að komast að mér – ekki halda þeim fjarri af einni eða annari ástæðu.

Ég er meira að segja svo heppin að eiga nokkra extra góða vini sem þessi mynd á við

2015/01/img_0661-0.jpg

Ég þarf ekki einungis að rækta vináttuna við yndislegu vini mína – einnig við dætur mínar, fjölskylduna og maka minn – þau eru gimsteinarnir mínir sem verða mér alltaf tengd alveg sama hversu mikið sem þau myndu mögulega breyta því á stundum.

Síðast en alls ekki síst þarf ég að rækta vináttuböndin við mig sjálfa – vera sanngjörn við mig, hætta að vera minn mesti gagnrýnir (þessi sem rýnir sko EKKI til gagns), dómari, harðstjóri og á stundum minn mesti óvinur.

Í ár ætla ég að eyða tíma í mig sjálfa og það sem gleður mig og gerir mér gott.
Í ár ætla ég að taka í hnakkadrambið á mér á dögum sem þessum, þreyttu dögunum, þar sem mér finnst hlutirnir eitthvað ekki vera að ganga upp og þar með verður allt ómögulegt og mest af öllu ég sjálf.
Í ár ætla ég að trúa að ég sé nóg, líka þegar ég er þreytt og illa upp lögð og meira að segja þegar hlutirnir bara ganga ekki upp.
Í ár ætla ég að vera dugleg að segja bæði við mig sjálfa og þá sem mér þykir vænt um:

2015/01/img_0666.jpg

Eruð þið góð í að vera góð við ykkur sjálf? Ég vona það svo innilega en ef það má bæta það þá kannski verðið þið bara með mér í þessu markmiði mínu?

Kveðja konan sem ætlar ekki að ritskoða sig en þarf að loka augunum þegar hún ýtir á publish

Fífur og Fiður á Facebook

3 Comments

 1. Ásta
  January 15

  Hugrökk, flott og samkvæm sjálfri þér ef þú munt svo fara eftir þessum markmiðunum þínum, hvað ætlar þú að gera til að framfylgja þeim eða framkvæma þær? hver er það sem mun græða mest? mjög fallega skrifað af fallegri konu, YOU CAN DO IT!

 2. January 15

  Amen- mjög gott markmið og vel skrifað :)

 3. January 15

  ef þetta var bara ekki einmitt það sem ég þurfti að lesa í dag. Takk fyrir<3

Comments are closed.