Óskalistinn Langarinn Langi

Það er pínu vandræðalegt hvað langarinn í mér er langur svona strax eftir jól. Það stafar þó kannski af því að ég á afmæli núna í byrjun Janúar og krafan um hugmyndir að afmælisgjöfum þegar fólk er nýbúið að vinna jólagjafa hugmyndina er hávær. Vil samt taka það fram að ég ætlast ekki til að fá neitt af þessum lista – er ánægð með hvað sem er en listinn er kannski líka bara fyrir mig að muna og stefna að. Ekkert mínimalískt við mig, haaa.

Eitthvað af myndunum eru linkar inná vöruna.

Skinn eyrnaskjól
Hversu gordjöss… já og hlýtt! Hentar bæði á höfuð og utan um háls!

Selskinns lúffur
Eitt sinn átti ég dásamlegar selskinns lúffur, dökkbláar með ljósum feldi. Mér fannst ég alltaf svo fín með þær og hlýjan maður og það sem meira var þá týndi ég þeim ekki sem er kraftaverk.
Ég sá þær fyrir jólin en man ómögulega hvar það var.

Þægilegar svartar buxur
Svona heimabuxur sem hægt er að fara út í búð í…. til að mynda eitthvað úr Lindex…

Vetrar úlpa
Eitthvað sem mig vantar áþreifanlega og ekki beint á afmælisgjafa verði en nú fjárfesti ég í góðri flík! Ég á eftir að skoða hvað er í boði en ætla að skoða hvort litla ég ber Heklu frá 66°N

Hálsmenin frá Varpinu
Hafa heillað mig frá því ég sá þau fyrst og ég er búin að bíða spennt eftir að hún fullkomnaði dætra dúóið mitt. Ég held ég myndi hafa þau bæði samtímis á svartri keðju

Varaliti frá NYX
Ég á ógurlega lítið af snyrtivörum og kann í raun lítið að nota þær, námskeið væri kannski númer 1 og vörur númer tvö. Ég veit þó að mig langar í fleiri varaliti frá NYX. Hefði verið alveg til í þetta vara aðventudagatal, missti alveg af því.

Sharpie sett
Ég er alltaf eitthvað að brasa með tússpenna – Sharpie pennasafn hefur verið lengi á óskalistanum hjá mér – fæst til að mynda í Panduro í Smáralind.

Brenni penna
Svona eins og í smíðum í gamla daga, er til að mynda til í handverkshúsinu

Fallega og þægilega dagbók fyrir árið
Held mig langi að prófa doodle bækurnar núna, þessar með punktunum svona “bullet journal”

Fallegar og skemmtilegar sófaborðs bækur
Það er hefð að ég fái falleg tímarit í rúmið að morgni afmælisdagsins með kaffinu – sem ég ELSKA.
Ég væri líka alveg til í þessar fallegu bækur, veit þó ekki hvort þær fást hér á Fróni

Fallegt ilmkerti
Svo mikið úrval til af þeim í dag. Ég er hrifin af ilminum frá Urð – Stormur og Dimma eru unaðslegar

Macramé hengi
Mig langar á Macramé námskeið hjá MARR, nú það gæti líka verið gjöfin – en þar sem ég sé ekki fram á að gera stór og falleg hengi í bráð langar mig líka í svona fegurð frá þeim!

Framreiðslu skálar
Við hjónaleysin höfum verið að uppfæra eldhúsbúnaðinn okkar undanfarið og erum komin með gott safn af eldföstum formum í svörtu/dökku en til aðfullkomna framreiðsluna langar mig í nokkrar meðlætis skálar. Þessar frá Bitz sem fást meðal annars í Líf og List og Dúka finnst mér æði

Krummi – í vír.
Æjj ég er kannski komin með nóg af heimils munum til heiðurs dætrunum… en mér finnst þetta bara svo skemmtilegt og krumma hengið er komið á langara listann.

Yoga dýna
Ég er alltaf á leiðinni að fara að gera einhverjar teygjur og æfingar heima – jóga eða æfingadýna er því á listanum góða og ekki myndi nú skemma fyrir ef hún væri falleg OG góð.
Þessi fékkst hjá JG Synir en er að vísu uppseld.

Tyrkneskt handklæði
Ég elska þessa tegund handklæða, fer lítið fyrir þeim, fljót að þorna og falleg… F-in þrjú!
Þessi, frá Dimm.is voru í þó nokkrum jólapökkum frá okkur í ár og ég væri bara alveg til í að eiga svona líka.

Þið eruð líklega löngu hætt að skrolla…. Nema þú sért hann Nonni Minn og ég gæti líklega haldið áfram endalaust… en þetta er allavega hérna fyrir mig sjálfa sem verðlauna kista þegar ég hef framkvæmt eitthvað markmiðin í dagbókinni ;)

Hvað er á þínum óskalista?

Afmælisviku kveðjur,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook