Hugmyndir að páskaföndri með börnunum… Eggjunin heldur áfram

Mér þykir páskarnir sérlega skemmtileg hátíð – ekkert of mikið um að vera. Margir í fríi sem gefur möguleikann á að hægja á annars oft hröðu lífi. Það hvað fólk velur að eyða tíma sínum í fer auðvitað eftir áhugasviði og aðstæðum í lífinu. Fyrir mér er þetta tími til dundurs og föndurs. Ég held alltaf í vonina um að föndurstundir fari að ganga áfallalaust með litla fullkomnunarsinnann minn – eplið féll ekki langt frá eikinni þar….

Þetta ætti ekki að vera mjög erfitt, hæfileikabúntið sem hún er:

View this post on Instagram

5 ára hæfileikabúnt #proudmama

A post shared by Þórlaug ~ Fífur og Fiður (@fifurogfidur) on

Hér eru nokkrar hugmyndir að páskaföndri sem ég gæti hugsað mér að brasa með minni nýverið fimm ára skutlu – þemað er óneitanlega kanínur og egg með nokkrum viðbótum. Ef þið klikkið á myndirnar tekur alheimsvefurinn ykkur á uppruna síðuna.

Byrjum á þessari fegurð, er sérlega veik fyrir máluðum og vöfðum greinum

Ég gerði þessar í fyrra

Það eru ekki páskar án eggja:

Smá nasl á meðan föndrað er kannski?

Og svo kanínurnar – alltaf sætar

kanínugrímur

Bara svona til að nefna eitthvað af því sem mér þykir sniðugt

Eitthvað að þínu skapi?

Kvöld kveðjur,
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook