Persónulegt tækifæriskort með hjálp landakorts

Við fjölskyldan fórum í fermingju hjá dásamlegu hæfileikabúnti – frænku okkar í dag. Hún gerði sér lítið fyrir og söng eins og engill í veislunni – jiiii hvað börn og ungt fólk í dag eru súper hæfileikarík og flott!

Þegar ég hófst handa við að útbúa kort fyrir hana þá rak ég augun í gamlar gjafaumbúðir frá versluninni Geysir – dásamlega fallegu Íslandskortin. Þannig vill til að fermingarbarninu þykir sérlega vænt um Snæfellsnesið og dvelur þónokkuð þar – þar með kom hugmyndin. Ekkert nýtt undir sólinni en þetta hitti í mark hjá mér.

Næst var að finna eitthvað til að skella Snæfellsnesinu á – brúnn pappi eða striga pappi var við hendina og varð það síðarnefnda fyrir valinu stærðarinnar vegna. Svo var það bara Mod Podge – þið vitið hversu mikið ég elska það og að klippa út uppáhalds landssvæðið (eða það sem ég tel vera uppáhalds..)

www.fifurogfidur.com - tækifæriskort

Og voila – ég klippti svo bara til þannig að það brotnaði rétt yfir á bakhliðina. Bakhliðin á þessum striga var alveg auð – sem hentaði súper vel. Þennan keypti ég að mig minnir í Verkfæralagernum.

www.fifurogfidur.com - tækifæriskort

Ég skellti svo pening innní smá pappa hólk ofaní krukku og nammi í kring – hugmyndina fékk ég í fyrra af skemmtilegu bloggi – Rósir og Rjómi Skemmtilegt að setja uppáhalds nammi einstaklingsins en það hentaði ekki í þetta sinn.

www.fifurogfidur.com - tækifæriskort

Skellt ofaná kortið og selló utanum… þarf aðeins að æfa selló og hnúta partinn en það kemur

www.fifurogfidur.com - tækifæriskort

Kortið gegndi sumsé líka hlutverki platta undir gjöfina

www.fifurogfidur.com - tækifæriskort

Já stundum borgar sig að vera manískur safnari góðra hluta

Góðar stundir kæra fólk!
Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook

One Comment

  1. Kolbrún Rósum og rjóma
    March 28

    En skemmtilegt að endurnýta kortið svona! og ekki minna skemmtilegt að sjá þessa útfærslu á peningakrukkunni góðu :-)

Comments are closed.