Ryðgað gasgrill fær endurnýjun lífdaga

Á hverju vori vonast maðurinn minn til að grillið góða gefi frá sér eitt gott hóst og gefi síðan upp öndina. Það hefur enn ekki bænheyrt hann og meira að segja startarinn virkar enn en ryðhrúga sem slík er ekki mikið fyrir augað á svölunum.

Vinafólk okkar hressti uppá sitt grill fyrir nokkrum árum með góðum árangri og því ekki annað að gera en að skella sér í fegrunar aðgerð

Mesta ryðið, og af nógu var að taka, var fjarlægt með vírbursta. Ég spurði duglega manninn minn á einhverjum tímapunkti hvort hann myndi fara í gegn ef hann héldi áfram en það gerðist nú ekki. Svo var að strjúka yfir með tusku. 

Við keyptum þetta sprey í Slippfélaginu en það er hitaþolið og til í nokkrum litum.

Það verður seint fullkomið að nýju vegna ástandsins sem það var í en klárlega mun fallegra þó það sé ekki nema í sumar. Þurfum eiginlega að taka handfangið líka…

Ég hlakka til að sjá hvernig það verður eftir veturinn en ég er byrjuð að leggja fyrir í grillsjóð svona til vonar og vara ;)

Grillaðar kveðjur

Þórlaug

Fífur og Fiður á Facebook